Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 351. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Prentað upp.

Þskj. 1611  —  351. mál.
Leiðréttur texti.




Breytingartillögur



við frv. til l. um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.

Frá meiri hluta viðskiptanefndar (ÁI, MSch, GÞÞ, VBj, BVG, SKK, SkH, MT).



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðanna „í framseljanlegum verðbréfum og öðrum eignum“ í 2. mgr. komi: í fjármálagerningum og öðrum seljanlegum eignum.
                  b.      Í stað orðanna „í framseljanlegum verðbréfum og öðrum lausafjáreignum“ í 3. mgr. komi: í fjármálagerningum og öðrum seljanlegum eignum.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „samkvæmt lögum þessum“ í 4. tölul. komi: skv. II.–IV. kafla laga þessara.
                  b.      6. tölul. orðist svo: Fjármálagerningur: Fjármálagerningur samkvæmt skilgreiningu laga um verðbréfaviðskipti.
                  c.      Í stað orðsins „Peningamarkaðsskjöl“ í 7. tölul. komi: Peningamarkaðsgerningar.
                  d.      2. málsl. 7. tölul. orðist svo: Líftími eða endurmatstímabil arðsemi þeirra má ekki vera umfram 397 daga.
     3.      Í stað 1. málsl. 2. mgr. 3. gr. komi tveir nýir málsliðir sem orðist svo: Fjármálaeftirlitið heldur skrá yfir verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði þar sem fram koma allar helstu upplýsingar um viðkomandi sjóði. Skrá yfir verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði skal birt opinberlega.
     4.      Í stað orðanna „49.–56. gr.“ í fyrri málsl. 5. gr. komi: 51. gr.
     5.      2. málsl. 1. mgr. 15. gr. verði 3. mgr. greinarinnar.
     6.      Við 18. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er verði 4. málsl., svohljóðandi: Rekstrarfélag skal tryggja að þjónustuaðili hafi hæfni, getu og öll leyfi, sem krafist er samkvæmt lögum, til að inna af hendi útvistuð verkefni af áreiðanleika og fagmennsku.
                  b.      3. mgr. orðist svo:
                      Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja nánari reglur um útvistun verkefna rekstrarfélaga.
     7.      Við 25. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ef hlutdeildarskírteini er skráð á safnreikning skal viðkomandi fjármálafyrirtæki veita rekstrarfélagi upplýsingar um nöfn og kennitölur raunverulegra eigenda, nafnverð skírteina og kaupdag þeirra, hvenær sem rekstrarfélag óskar þess en þó eigi sjaldnar en mánaðarlega.
     8.      Við 27. gr.
                  a.      Við 3. málsl. 2. mgr. bætist: og hlutdeildarskírteinishöfum og tekur gildi við sendingu tilkynningar.
                  b.      4. mgr. falli brott.
     9.      2. mgr. 28. gr. falli brott.
     10.      Við 30. gr.
                  a.      Í stað orðanna „eftirtöldum framseljanlegum verðbréfum“ í 2. málsl. komi: eftirtöldu.
                  b.      Í stað orðsins „peningamarkaðsskjölum“ í 1. og 7. tölul. komi: peningamarkaðsgerningum.
                  c.      Í stað orðanna „einu ári“ í 2. málsl. 2. tölul. komi: 180 dögum.
                  d.      Í stað orðanna „samkvæmt skilgreiningu 1. tölul.“ í 5. tölul. komi: samkvæmt skilyrðum 1. tölul.
     11.      Við 31. gr.
                  a.      Í stað orðsins „peningamarkaðsskjölum“ í 1. mgr. komi: peningamarkaðsgerningum.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Verðbréfasjóður getur óskað eftir heimild Fjármálaeftirlitsins til að eiga meira en 10% í reiðufé eða seljanlegum eignum.
     12.      Í stað orðsins „peningamarkaðsskjal“ í 5. mgr. 34. gr. komi: peningamarkaðsgerningur.
     13.      Við 35. gr. Í stað orðsins „peningamarkaðsskjölum“ í 1. tölul. 1. mgr., 4. og 5. mgr. og tvívegis í 6. mgr. komi: peningamarkaðsgerningum.
     14.      Við 37. gr.
                  a.      Í stað orðsins „peningamarkaðsskjölum“ í 2. mgr. komi: peningamarkaðsgerningum.
                  b.      Í stað orðanna „90 dagar“ í 3. mgr. komi: 180 dagar.
     15.      Við 38. gr. Í stað orðsins „peningamarkaðsskjölum“ í 1. mgr. og orðsins „peningamarkaðsskjöl“ í 3. mgr. komi: peningamarkaðsgerningum; og: peningamarkaðsgerninga.
     16.      Við 39. gr.
                  a.      Í stað orðanna „annarra verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða (sjóðasjóðir)“ í 1. mgr. komi: annarra verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, er orðist svo:
                      Verðbréfasjóði eða einstakri deild hans er óheimilt að fjárfesta meira en 50% af eign sinni í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða innan sama rekstrarfélags.
     17.      Í stað orðsins „peningamarkaðsskjölum“ í 4. tölul. 40. gr. komi: peningamarkaðsgerningum.
     18.      Við 41. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Verðbréfasjóði er óheimilt að taka önnur lán en skammtímalán til að standa straum af innlausn hlutdeildarskírteina. Slík lán mega ekki nema meira en svarar 10% af eignum sjóðsins eða einstakra deilda innan hans.
     19.      Við 55. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                      Verðbréfasjóði er óheimilt að umreikna ávöxtun eins tímabils á annað lengra tímabil.
     20.      Við 59. gr. Í stað orðsins „peningamarkaðsskjölum“ í 3. mgr. og fimm sinnum í 4. mgr. komi: peningamarkaðsgerningum.
     21.      IV. kafli orðist svo:
                  a.      (60. gr.)

Fagfjárfestasjóðir í rekstri rekstrarfélaga verðbréfasjóða.


                      Rekstrarfélögum verðbréfasjóða er heimilt að stofna sjóði um sameiginlega fjárfestingu sem ekki veita viðtöku fé frá almenningi (fagfjárfestasjóði) og gefa út hlutdeildarskírteini. Ákvæði 23.–25. gr. um hlutdeildarskírteini gilda um sjóði samkvæmt þessari grein.
                      Rekstrarfélag ber ekki ábyrgð á skuldbindingum einstakra fagfjárfestasjóða og standa einvörðungu eignir hvers sjóðs til fullnustu skuldbindingum hvers þeirra. Ákvæði þetta víkur ekki til hliðar skaðabótaábyrgð rekstrarfélags.
                  b.      (61. gr.)

Aðrir fagfjárfestasjóðir.


                      Öðrum en rekstrarfélögum verðbréfasjóða er heimilt að stofna sjóði um sameiginlega fjárfestingu sem ekki veita viðtöku fé frá almenningi (fagfjárfestasjóði) og gefa út hlutabréf eða hlutdeildarskírteini. Fagfjárfestasjóð má stofna sem hlutafélag eða í öðru félagaformi. Ef sjóðurinn gefur út hlutdeildarskírteini gilda ákvæði 23.–25. gr. eftir því sem við á.
                  c.      (62. gr.)

Sameiginleg ákvæði.


                      Óheimilt er að markaðssetja eða koma fagfjárfestasjóði á framfæri við almenning.
                      Fagfjárfestasjóður skal tryggja að viðskiptavinir sínir uppfylli skilyrði fyrir því að farið sé með þá sem fagfjárfesta, sbr. ákvæði laga um verðbréfasjóði.
                      Setja skal fagfjárfestasjóði reglur og fjárfestingarstefnu sem skulu ávallt vera fjárfestum aðgengilegar. Fagfjárfestasjóður skuldbindur sig til að fylgja eftir þeirri fjárfestingarstefnu sem hann setur sér. Í reglum sjóðsins skal tilgreina eðli og ástæður mögulegra hagsmunaárekstra.
                      Tilkynna skal Fjármálaeftirlitinu um stofnun fagfjárfestasjóðs innan eins mánaðar frá stofnun hans. Samhliða tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins skal senda Fjármálaeftirlitinu reglur og fjárfestingarstefnu sjóðsins. Jafnframt skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um sjóðstjóra og framkvæmdastjóra. Allar síðari breytingar á framangreindu skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu tafarlaust.
                      Fagfjárfestasjóður skal veita upplýsingar um eignasafn sjóðsins í ársreikningi og hálfsársuppgjöri sem skal ávallt vera aðgengilegt fjárfestum.
                      Sjóðstjórar skulu hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum, sbr. 53. gr. laga um fjármálafyrirtæki.
                      Fagfjárfestasjóðir skulu gefa Fjármálaeftirlitinu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga vegna sjóða í rekstri þeirra á því formi sem Fjármálaeftirlitið ákveður.
                      Ábyrgð rekstrarfélags eða fagfjárfestasjóðs gagnvart hlutdeildarskírteinishöfum eða hluthöfum helst óbreytt þótt þriðja aðila sé falinn hluti verkefna sem tengjast rekstri sjóðsins.
                      Ákvæði 19. gr. um góða viðskiptahætti og 63. gr. um eftirlit gilda um sjóði samkvæmt þessum kafla.
     22.      Við 66. gr.
                  a.      Í stað orðanna „2. málsl. 1. mgr. 60. gr.“ í 35. tölul. 1. mgr. komi: 1. mgr. 62. gr.
                  b.      Í stað orðanna „3. málsl. 1. mgr. 60. gr.“ í 36. tölul. 1. mgr. komi: 1. mgr. 60. gr., 61. gr. og 4. mgr. 62. gr.
                  c.      Í stað orðanna „2. mgr. 61. gr.“ í 37. tölul. 1. mgr. komi: 4. mgr. 62. gr.
                  d.      Í stað orðanna „62. gr.“ í 38. tölul. 1. mgr. komi: 6. mgr. 62. gr.
                  e.      Í stað orðanna „63. gr.“ í 39. tölul. 1. mgr. komi: 7. mgr. 62. gr.
                  f.      Í stað orðanna „67. gr.“ í 40. tölul. 1. mgr. komi: 66. gr.
     23.      Í stað orðanna „1. janúar 2011“ í 74. gr. komi: 1. nóvember 2011.
     24.      Í stað orðanna „skv. 60. gr. fyrir 1. júlí 2011“ í ákvæði til bráðabirgða I komi: skv. 60. og 61. gr. fyrir 1. desember 2011.
     25.      Í stað orðanna „63. gr.“ í ákvæði til bráðabirgða II komi: 62. gr.