Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 486. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1698  —  486. mál.




Breytingartillögur



við till. til þál. um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014.

Frá utanríkismálanefnd.



     1.      Í stað 1. málsl. 3. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Barátta gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri í heiminum sé forgangsmál í öllu þróunarstarfi og verði áfram þungamiðjan í stefnu Íslands í þessum efnum. Jafnframt verði lögð mikil áhersla á mannréttindi, jafnrétti kynjanna, réttindi barna, frið og öryggi.
     2.      Kaflinn Framlög orðist svo:
             Íslensk stjórnvöld styðji markmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um að iðnríki skuli veita sem nemur 0,7% af vergum þjóðartekjum (VÞT) til þróunarsamvinnu. Mörkuð verði sú stefna að Ísland muni á næstu tíu árum skipa sér í hóp þeirra ríkja sem leggja meira en sem nemur 0,7% af VÞT til þróunarsamvinnu. Framfylgt verði eftirfarandi áhersluatriðum:
                  a.      Fylgt verði tímasettri áætlun um hækkun framlaga á gildistíma þessarar áætlunar, úr 0,21% í 0,28% af VÞT á tímabilinu 2011–2014, sbr. eftirgreinda töflu.
                  b.      Hraðað verði hækkun framlaga við endurskoðun áætlunarinnar árið 2013.
                  c.      Verði hagvöxtur meiri en nú er spáð komi framlögin til endurskoðunar en jafnframt tryggt að framlög til þróunarmála verði aldrei lægri að raungildi en árið 2011.
                  d.      Árið 2017 renni 0,5% af VÞT til þróunarmála og árið 2019 renni 0,7% af VÞT til þróunarmála.
                  e.      Sérstakir fjárlagaliðir fyrir samstarf við félagasamtök, Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ), Alþjóðabankann og umhverfis- og loftslagsmál verði í fjárlögum 2012.
             Áætlað er að þróun framlaga á gildistíma áætlunarinnar verði sem hér segir:

VÞT*
(m.kr.)
Hlutfall af
VÞT (%)
Framlög
(m.kr.)
2011 1.342.565 0,21 2.765
2012 1.468.071 0,21 3.083
2013 1.538.568 0,25 3.846
2014 1.657.441 0,28 4.640
Samkvæmt Hagstofu Íslands.

             Fylgt verði eftirfarandi áætlun um skiptingu framlaga eftir fjárlagaliðum:

2011 2012 2013 2014
(m.kr.) (%) (m.kr.) (%) (m.kr.) (%) (m.kr.) (%)
Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) 1.166,3 42 1.234,0 40 1.539,0 40 1.856,0 40
Utanríkisráðuneytið 1.599,0 58 1.670,0 54 2.038,0 53 2.413,0 52
Þar af:
Jarðhitaskóli HSÞ 187,7 7 199,0 6
Matvæla- og landbúnaðarst. SÞ, FAO 11,0 0 11,0 0
Þróunaráætlun SÞ, UNDP 22,1 1 23,0 1
Barnahjálp SÞ, UNICEF 112,4 4 122,0 4
Sjávarútvegsskóli HSÞ 147,3 5 158,0 5
UNIFEM/UN Women 102,0 4 117,0 4
Mannúðarmál og neyðaraðstoð 221,4 8 173,0 6
Íslensk friðargæsla 115,8 4 144,0 5
Þróunarmál og hjálparstarfsemi 353,3 13 169,0 5
Átak í lækkun skulda þróunarríkja 20,0 1
Alþjóðabankinn 138,0 4
Landgræðsluskóli HSÞ 68,0 2
Umhverfis- og loftslagsmál 60,0 2
SÞ (alm. framl., alþj. friðarg., ILO, WHO) 56,0 2 56,0 2
Stofnfjárframlög (IDA, NDF) 250,0 9 230,0 7
Samstarf við frjáls félagasamtök 179,0 6 269,0 7 371,0 8
SAMTALS 2.765,3 100 3.083,0 100 3.846,0 10 0 4.640,0 100
Hlutfall af VÞT 0,21% 0,21% 0,25% 0,28%


     3.      Í stað orðsins „Ofbeldissjóð UN Women“ í d-lið 3. tölul. IV. liðar í kaflanum Framkvæmd komi: styrktarsjóð á vegum UN Women til afnáms ofbeldis gegn konum.