Afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra

Miðvikudaginn 29. febrúar 2012, kl. 22:16:47 (6084)


140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[22:16]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka enn: Sú tillaga sem hér liggur fyrir er miklu stærri en hagsmunir Sjálfstæðisflokksins, hagsmunir ríkisstjórnar Íslands, komandi kosninga og hverjir sitja við völd. Þetta er spurning um mannréttindi eins manns, þetta er spurning um mannréttindi sakbornings sem situr nú undir ákæru af hálfu Alþingis og hvort Alþingi, ákæruvaldið, hafi hugsanlega skipt um skoðun og telji ástæðu til að draga ákæruna til baka.