140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[16:50]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er gott að afstaða hv. þingmanns liggur fyrir. Hún er skýr og hún ætti að vera öllum ljós. En tekur hv. þingmaður undir þau orð hv. þm. Atla Gíslasonar sem féllu fyrr í umræðunni um að búið hafi verið að semja um það á milli Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar, þ.e. einhverra aðila innan Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, að lagt yrði upp með það að sækja um aðild að Evrópusambandinu strax að loknum kosningum? Telur hv. þingmaður að slíkt samkomulag hafi í rauninni legið fyrir og að Vinstri hreyfingin – grænt framboð hafi þar af leiðandi, þ.e. einhverjir forvígismenn þess stjórnmálaflokks, farið inn í kosningabaráttuna undir fölsku flaggi?