Veiðigjöld

Föstudaginn 08. júní 2012, kl. 16:23:58 (12740)


140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[16:23]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Nei, ég hef ekki skoðað það síðasta sem hv. þingmaður nefndi. Ég sagði að það væru grundvallarmál í þjóðfélaginu og mikilsverð mál sem yrði að vera bærilegt samkomulag um. Ég er ekki að biðja um neitt stórt meirihlutasamkomulag en það nægir ekki að það sé bærilegt samkomulag innan þings heldur verðum við að vera í bærilegri og þokkalegri sátt við þjóðina. Við erum það varla í þessu máli miðað við þá hagsmunaaðila sem ég nefndi fyrst og fremst, sveitarfélög og sjómenn og fiskverkafólk. Það eru mótmæli við þessu og þeim hefur verið svarað með hætti sem ég tel miður, þ.e. að þetta séu sérhagsmunahópar.

Það sem gerist þegar þessi málsmeðferð er valin er að eftir kosningar (Forseti hringir.) tekur ný stjórn við og breytir öllu til baka og svona frumvörp verða oft einnota.