Veiðigjöld

Föstudaginn 08. júní 2012, kl. 17:17:50 (12750)


140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[17:17]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er undrandi á þessum málflutningi. Ég kannast ekki við það að sjálfstæðismenn í atvinnuveganefnd séu á neinn hátt aðilar að þeim málum sem hér liggja fyrir, ég kannast ekki við það að við höfum einhvern tíma samþykkt að leggja 10–11 milljarða á útgerð í landinu. Ég hef hins vegar haldið því fram að þegar horft sé til mikilvægi þeirrar greinar sem útgerðin er þurfi að hafa í huga þá hagsmuni sem þjóðin hefur af því að veiðarnar gangi vel og fyrirtækjunum gangi vel.

Hæstv. forseti. Samfylkingin er algjörlega með það á heilanum að stórauka verði skattlagningu á útgerðina. Það er eins og henni sé hreinlega illa við að fiskurinn sé veiddur úr sjónum með skynsamlegum hætti. Það er eins og það sé verra að sjávarútveginum gangi vel og við fáum tekjur fyrir Íslendinga. Það virðist vera einbeittur vilji þessarar ríkisstjórnar, (Forseti hringir.) sérstaklega Samfylkingarinnar, að skattleggja sjávarútveginn þannig að hann fari á hnén.