Veiðigjöld

Föstudaginn 08. júní 2012, kl. 21:38:43 (12821)


140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:38]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Engin rök mæla gegn því að virðulegur forseti upplýsi okkur um hversu lengi við fundum í kvöld. Allar ræður eru aðgengilegar á vefnum og af því að ég veit að stjórnarmeirihlutinn er afskaplega hlýðinn þegar kemur að því að hlusta á hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ýmislegt fleira getur hver og einn flett því upp hvað sá ágæti hæstv. ráðherra sagði í sambærilegri stöðu þegar hann var í stjórnarandstöðu. Þá taldi hann eðlilegt og sjálfsagt að virðulegir forsetar mundu upplýsa hvenær þingfundi mundi ljúka.

Ég veit að virðulegur forseti getur talað skýrt og skorinort. Ég held að það hafi komið fram mjög góð rök (Forseti hringir.) fyrir því að virðulegur forseti upplýsi okkur um það hversu lengi við ætlum að halda áfram. Virðulegur forseti getur alveg treyst á það að við munum fara yfir þetta mál enda er ástæða til.