Veiðigjöld

Laugardaginn 09. júní 2012, kl. 14:34:35 (13109)


140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[14:34]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það var ansi hörð árás hjá hv. þm. Sigmundi Erni Rúnarssyni á hæstv. fjármálaráðherra hér áðan þegar hv. þingmaður sagði að hann væri hér vegna þess að hann tæki hagsmuni þingsins fram yfir aðra hagsmuni á meðan hæstv. ráðherra fór austur á land. Mér finnst þetta ekki sanngjarnt. Mér finnst mjög eðlilegt að hæstv. ráðherra vilji vera viðstaddur þennan atburð. Sömuleiðis tel ég það æskilegt og eðlilegt að hv. þingmenn, sérstaklega hv. þingmenn þess kjördæmis, fái að vera viðstaddir þennan atburð.

Virðulegi forseti. Við getum ekki skipulagt okkur hérna frá klukkutíma til klukkutíma. Við höfum til dæmis ekki hugmynd um hvað þessi þingfundur verður lengi.

Við svo má ekki búa og ég tek undir gagnrýni á vinnubrögð forseta (Forseti hringir.) og hvet til þess að menn fari að vinna hér af einhverri skynsemi því að allir (Forseti hringir.) sjá að það er ekki gert núna.