140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[20:24]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Mikill meiri hluti kjósenda vill ekki aðild að ESB og miklar líkur eru á því að aðildarumsókninni verði vikið til hliðar eða hún jafnvel dregin til baka eftir næstu kosningar. Við eigum ekki að þiggja styrki sem gera ráð fyrir því að umsóknarferlið verði klárað þegar líkur eru á að það verði aldrei klárað, meira að segja miklar líkur. Við eigum að hafna þessum styrkjum sem nema 5 milljörðum með þeim boðum að Evrópusambandið noti styrkina til að fjármagna mataraðstoð við börn í Grikklandi.