Veiðigjöld

Mánudaginn 18. júní 2012, kl. 20:47:27 (13948)


140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[20:47]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Greinin hljóðar svo, með leyfi forseta:

„Markmið laga þessara er að nytjastofnar á Íslandsmiðum haldist í þjóðareign, stuðla að verndun þeirra og sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“

Hver getur verið á móti þessu? Ég er á móti þessu vegna þess að þetta er misnotað til að skattleggja sjávarútveginn til ríkisins.