Aðför

Fimmtudaginn 10. nóvember 2011, kl. 18:11:58 (1511)


140. löggjafarþing — 20. fundur,  10. nóv. 2011.

aðför.

252. mál
[18:11]
Horfa

Flm. (Arndís Soffía Sigurðardóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég treysti mér ekki til að slá á einhverja krónutölu í þessum efnum um hvað þetta á að spara ríkissjóði eða gerðarbeiðendum. Hitt er annað mál að það fara fram mikil skuldaskil núna eftir hrunið og eins og hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir sagði kostar vinna peninga. Það fer talsverð vinna í það hjá sýslumönnum að taka fyrir gerðir og það felst líka kostnaður í því að boða til fyrirtöku, þannig að það felst talsverður kostnaður í þessu hjá sýslumanni.

Eins og þingmaðurinn benti á felur þetta líka í sér sparnað fyrir gerðarbeiðendur sem láta kröfur sínar í innheimtuþjónustu, en innheimtuaðili gerir árangurslaust fjárnám jafnvel þótt þess þurfi ekki. Já, ég tel að það sé talsverður sparnaður í þessu fólginn en ég get ekki slegið tölu á það í krónum og aurum.