Þjóðskrá og almannaskráning

Fimmtudaginn 08. desember 2011, kl. 18:18:05 (2930)


140. löggjafarþing — 34. fundur,  8. des. 2011.

þjóðskrá og almannaskráning.

363. mál
[18:18]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Aftur hárrétt ábending hjá hv. þm. Pétri H. Blöndal. Það er gert ráð fyrir því að þessi gjöld verði tekin til endurskoðunar, að þau verði ekki út í hið óendanlega. Ég er nú að leita í blaðabunkanum að frumvarpinu. Ég man ekki betur en þar sé sett inn að eftir fimm ár verði þessi gjaldtaka tekin til endurskoðunar. Ég er alveg sammála honum um að svo þarf að vera. Þetta er tímabundið uppbyggingarátak sem verið er að ráðast í og er eðlilegt að slíkt ákvæði sé að finna í lögunum.