Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 592. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 925  —  592. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um gæsluvarðhald útlendinga.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hversu margir útlendingar hafa verið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðastliðin tíu ár á þeim grundvelli að þeir hafi ekki gefið upp hverjir þeir eru, rökstuddur grunur sé um að þeir gefi rangar upplýsingar um hverjir þeir eru eða þeir hafi sýnt hegðun sem gefi til kynna að af þeim stafi hætta?
     2.      Hversu lengi sat hver og einn þeirra í gæsluvarðhaldi?
     3.      Hver urðu afdrif þeirra eftir að gæsluvarðhaldsvist lauk? Voru þeir sendir til þess lands sem þeir komu frá, heimalands eða annað?


Skriflegt svar óskast.