Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 346. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1009  —  346. mál.

2. umræða.


Nefndarálit



um frumvarp til laga um breyting á lögum um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað,
nr. 15/2005, með síðari breytingum (lagasafn).

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bryndísi Helgadóttur frá innanríkisráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ákvæði í lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað um hvernig skuli staðið að útgáfu lagasafns. Með frumvarpinu er brugðist við athugasemdum umboðsmanns Alþingis um hvernig útgáfu lagasafns skuli háttað. Kveðið er á um það í frumvarpinu að ráðherra sjái um útgáfu lagasafns og taki jafnframt ákvörðun um hvort það verði í prentuðu formi, að fenginni tillögu ritstjórnar sem hann skipar til fimm ára í senn.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Þráinn Bertelsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 15. mars 2012.



Björgvin G. Sigurðsson,


formaður.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir,      framsögumaður.


Magnús Orri Schram.



Árni Páll Árnason.


Þuríður Backman.


Ragnheiður Ríkharðsdóttir.



Eygló Harðardóttir.


Birgitta Jónsdóttir.