Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 372. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1380  —  372. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um umhverfisábyrgð.

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (GLG, ÓÞ, ÞBack, MÁ, RM).


     1.      Í stað orðsins „góðri“ í 1. tölul. 3. gr. komi: ákjósanlegri.
     2.      Orðin „þar sem megintilgangurinn er að þjóna landvörnum eða alþjóðaöryggi eða“ í d- lið 1. mgr. 4. gr. falli brott.
     3.      Við 6. gr.
                  a.      Á eftir 1. tölul. komi tveir nýir töluliðir er orðist svo:
                  2.     Ákjósanleg verndarstaða tegundar: Öll áhrif sem verka á viðkomandi tegund og geta skipt máli fyrir langtímaútbreiðslu og stærð stofna tegundarinnar á því svæði sem lög þessi taka til.
                  3.     Ákjósanleg verndarstaða vistgerðar: Sú staða sem mótast af öllum þeim áhrifum sem verka á vistgerð og þær tegundir lífvera sem eru dæmigerðar fyrir hana og geta til langs tíma skipt máli fyrir náttúrulega útbreiðslu þeirra, formgerð og starfsemi og einnig á langtímalifun dæmigerðra tegunda á því svæði sem lög þessi taka til.
                  b.      Á eftir 2. tölul. komi nýr töluliður er orðist svo: Búsvæði: Þeir staðir eða svæði þar sem tegund getur þrifist.
                  c.      Í stað orðsins „þjónustu“ í 3., 4. og 12. tölul. komi: virkni.
                  d.      Í stað orðanna „Verndaðar tegundir“ í 8. tölul. komi: Umhverfi ríkt að náttúrugæðum, verndaðar tegundir.
                  e.      Í stað orðanna „skerta þjónusta þeirra, eða bjóða“ í 9. tölul. komi: skerta virkni þeirra, eða boð um.
                  f.      Á eftir 10. tölul. komi nýr töluliður er orðist svo: Sjálfbær umsvif: Starfsleyfisskyld starfsemi eða framkvæmdir sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum og geta verið ein eða fleiri framkvæmdir, svo sem á tilteknu svæði. Sjálfbærni tryggir að efnahagsleg gæði haldist í hendur við vernd umhverfisins og grunngæði jarðar að teknu tilliti til mótvægisaðgerða.
                  g.      23. tölul. orðist svo og komi á viðeigandi stað í stafrófsröð: Virkni náttúruauðlindar: Eiginleikar náttúruauðlindar sem nýtast annarri náttúruauðlind eða eru almenningi til hagsbóta að öðru leyti.
     4.      Á eftir 7. gr. komi ný grein er orðist svo ásamt fyrirsögn:

Verndarstaða.

                 Verndarstaða tegundar telst ákjósanleg þegar gögn um stofnstærð tegundarinnar gefa til kynna að hún haldi sér við til langs tíma litið sem lífvænlegur þáttur í vistgerðum hennar, náttúrulegt útbreiðslusvæði tegundarinnar fer ekki minnkandi og ólíklegt er að það minnki í fyrirsjáanlegri framtíð og búsvæði tegundarinnar er svo stórt að viðhald stofna þess er tryggt til langs tíma og líklegt er að svo verði áfram.
                 Verndarstaða vistgerðar telst ákjósanleg þegar náttúrulegt útbreiðslusvæði vistgerðar og þau svæði innan útbreiðslusvæðisins, sem vistgerðin nær yfir, eru stöðug eða stækkandi, sú sérstaka formgerð og starfsemi sem eru nauðsynlegar til að viðhalda vistgerðinni til lengdar eru fyrir hendi og líklegt er að svo verði um fyrirsjáanlega framtíð og verndarstaða þeirra tegunda sem eru dæmigerðar fyrir vistgerðina er ákjósanleg.
     5.      Í stað orðanna „úrskurðarnefndar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998“ í 1. mgr. 32. gr. komi: úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála samkvæmt lögum nr. 130/2011.
     6.      Við 33. gr.
                  a.      Í stað 1. málsl. 1. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                      Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum að:
                      1.      fara ekki að fyrirmælum eða vanrækja athafnaskyldu samkvæmt lögum þessum,
                      2.      vanrækja tilkynningarskyldu skv. 9. og 10. gr., veita rangar eða villandi upplýsingar eða leyna upplýsingum sem máli skipta í tengslum við tilkynningarskyldu eða skyldu til upplýsingagjafar skv. 25. gr.,
                      3.      hindra aðgang eftirlitsaðila að lóðum, mannvirkjum eða farartækjum þannig að það brjóti í bága við 25. gr.
                  b.      2. og 3. málsl. 1. mgr. verði 2. mgr.
     7.      Við 35. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast þegar gildi.
                  b.      Í stað tilvísunarinnar „14. tölul.“ í 4. mgr. komi: 22. tölul.
     8.      Við I. viðauka.
                  a.      Í stað orðsins „þjónustu“ og orðsins „þjónusta“ í 1. tölul. og sama orðs hvarvetna annars staðar í viðaukanum komi: virkni.
                  b.      Í stað orðsins „þjónustuna“ og orðsins „þjónustunnar“ í lið 1.2.3 komi: virkni.
     9.      Við 1. tölul. II. viðauka bætist nýr málsliður er orðist svo: Einnig starfsleyfisskyldur atvinnurekstur um meðhöndlun úrgangs, sbr. 5. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.