Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 731. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1553  —  731. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál,
með síðari breytingum (rýmkun heimilda, aukið eftirlit, hækkun sekta o.fl.).


Frá Lilju Mósesdóttur.



    Á eftir 12. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 13. gr. c skal erlendum aðila heimilt gegn greiðslu útgöngugjalds að skipta innlendum gjaldeyri sem hann á eða hefur í vörslu sinni fyrir erlendan gjaldeyri. Seðlabanki Íslands býður gjaldeyrinn til sölu og sér um álagningu og innheimtu gjaldsins sem skal vera 80% af hinni skiptanlegu fjárhæð.

Greinargerð.

    Gjaldeyrishöft í formi þeirra viðamiklu takmarkana á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum sem í gildi eru draga ekki úr útstreymi fjármagns nema stöðugt sé verið að herða þau með því að skerða stjórnarskrárvarinn rétt manna til friðhelgi einkalífs. Tillögu þessari er ætlað að undirstrika þörfina á að leitað verði allra leiða til að hraða afnámi haftanna.