Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 709. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Prentað upp.

Þingskjal 1581  —  709. mál.
Fyrirvari.

2. umræða.


Nefndarálit



um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 96/2002, með síðari breytingum (innleiðing tilskipunar 2004/38/EB og tilskipunar 2008/115/EB,
fyrirsvar vegna útgáfu vegabréfsáritana og réttaraðstoð við hælisleitendur).


Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund sinn Arndísi Önnu Gunnarsdóttur frá innanríkisráðuneyti.
    Breytingar þær sem lagðar eru til með frumvarpinu eru þríþættar. Í fyrsta lagi er um að ræða heimild til þess að gera samninga við erlend ríki þar sem þeim er veitt heimild til þess að synja um útgáfu vegabréfsáritunar fyrir Íslands hönd. Í öðru lagi er opnað fyrir heimild innanríkisráðuneytisins til þess að greiða fyrir réttaraðstoð við hælisleitendur frá fyrstu stigum málsmeðferðar þeirra fyrir íslenskum stjórnvöldum og byggja þannig betur undir lagagrundvöll núverandi framkvæmdar. Loks eru með frumvarpinu lagðar til breytingar er lúta að innleiðingu svokallaðrar búsetutilskipunar 2004/38/EB um frjálsa för.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Þuríður Backman skrifar undir álitið með fyrirvara sem lýtur að stjórnskipulegri stöðu málsins og upplýsingum um fjölda hælisleitenda.

Alþingi, 18. júní 2012.



Björgvin G. Sigurðsson,


form., frsm.


Þráinn Bertelsson.


Lúðvík Geirsson.



Þuríður Backman,


með fyrirvara.

Jónína Rós Guðmundsdóttir.