Vernd og orkunýting landsvæða

Miðvikudaginn 26. september 2012, kl. 17:38:54 (0)


141. löggjafarþing — 12. fundur,  26. sept. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[17:38]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt að þessi nefnd var skipuð út úr verkefnisstjórninni og faghópunum. Sú tillaga sem þeir lögðu fram birtist okkur ekki í þessari þingsályktunartillögu. (MÁ: Jú.) Nei.

Það er alveg magnað að þurfa að eiga orðastað við hv. þingmenn stjórnarflokkanna á þessum nótum. Þegar fram kemur tillaga um að setja þetta aftur í þennan faglega farveg, láta alla verkefnisstjórnina í þetta. Hún var vissulega ekki kosin lýðræðislegri kosningu, en hún setti sér ákveðnar verklagsreglur sem við höfum öll verið tiltölulega sátt við að unnið væri eftir. Við teljum að unnið hafi verið á faglegum nótum. Það er magnað að því skuli vera hafnað hér (Forseti hringir.) að fara þá leið að láta hana koma með niðurstöðu sína út úr þessari vinnu inn til þingsins þannig að við getum tekist á (Forseti hringir.) um málið á pólitískum vettvangi.