Miðstöð innanlandsflugs

Þriðjudaginn 09. október 2012, kl. 16:57:15 (0)


141. löggjafarþing — 15. fundur,  9. okt. 2012.

miðstöð innanlandsflugs.

120. mál
[16:57]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég tók eftir því að hv. þingmaður talaði um að hugmyndin um að flugvöllurinn ætti að fara úr Vatnsmýrinni væri mál eins stjórnmálaflokks. Síðan talaði þingmaðurinn líka um stefnu Framsóknarflokksins sem ég efast ekki um að hún þekki betur en ég.

Spurning mín er þessi: Er þingmanninum kunnugt um að það aðalskipulag sem er í gildi fyrir Reykjavík og gerir ráð fyrir að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri í áföngum var samþykkt af meiri hluta borgarstjórnar sem Framsóknarflokkurinn átti aðild að?