Tillögur stjórnlagaráðs

Miðvikudaginn 10. október 2012, kl. 15:37:22 (0)


141. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2012.

tillögur stjórnlagaráðs.

[15:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég þakka forseta fyrir að veita mér orðið.

Eftir tíu dag verður rætt um stjórnarskrána. Það hefur engin efnisleg umræða farið fram hér á háu Alþingi um þær tillögur, þ.e. þjóðin hefur ekki heyrt hvernig þingmenn sjálfir greina þetta mál. Þess vegna legg ég til við frú forseta að hún taki á dagskrá umræðu um stjórnarskrána í samræmi við 2. mgr. 60. gr. þingskapalaga. Þar stendur: „Sé málefni, sem tekið er fyrir skv. 2. mgr., í senn svo mikilvægt, umfangsmikið og aðkallandi að það rúmist ekki innan umræðumarka sérstakrar umræðu, […] getur forseti heimilað lengri umræðutíma og rýmri ræðutíma hvers þingmanns og ráðherra …“

Ég skora á frú forseta að taka þetta mál á dagskrá, á morgun helst eða þá eftir helgi, þannig að þjóðin viti hvað hún er að fara að greiða atkvæði um eftir tíu daga. (Gripið fram í.)