Fimmtudaginn 11. október 2012, kl. 10:39:33 (0)


141. löggjafarþing — 17. fundur,  11. okt. 2012.

samkomulag ríkisstjórnarinnar við orkufyrirtæki.

[10:39]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef alveg lýst minni skoðun í þessu máli. Ég hef sagt að það hefði verið æskilegra að rammaáætlun hefði legið fyrir áður en farið yrði í þessar framkvæmdir, en ég tel samt að það sé ekkert við þeim að amast miðað við það sem ég sagði hér. Ég kannast ekki við að gert hafi verið þegjandi samkomulag. Menn hafa að vísu rætt að það væri eðlilegt að fara ekki af stað með neinar framkvæmdir meðan ekki væri búið að afgreiða rammaáætlun en það er ekkert við þessari framkvæmd sem slíkri að amast miðað við þær forsendur sem ég lagði upp með.