Sviðslistalög

Þriðjudaginn 16. október 2012, kl. 17:52:07 (0)


141. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2012.

sviðslistalög.

199. mál
[17:52]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra skýr svör. Mig langar að víkja að öðru sem tengist starfsemi áhugaleikfélaga. Það er hárrétt sem fram kom í máli hæstv. ráðherra að við þingmenn höfum fengið athugasemdir frá Bandalagi íslenskra leikfélaga um þá breytingu að í frumvarpinu sé fellt brott ákvæði sem kveður á um starfsemi og stuðning við áhugaleikfélögin í landinu.

Spurning mín er þessi og mikilvægt að það liggi fyrir: Er það ekki ásetningur hæstv. ráðherra fyrir hönd stjórnvalda að áfram verði stutt myndarlega við bakið á áhugaleikfélögum í því mikilvæga starfi sem þau sinna um land allt?