Staða Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Mánudaginn 22. október 2012, kl. 15:12:13 (0)


141. löggjafarþing — 22. fundur,  22. okt. 2012.

staða Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

[15:12]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ef ég man það rétt er að koma hækkun til Fjölbrautaskóla Suðurnesja á næsta ári, þ.e. í gegnum fjárlagafrumvarpið. Það er síðan verið að fjalla um reiknilíkanið og áhrif þess á starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurnesja í menntamálaráðuneytinu og sjálfsagt að bíða eftir niðurstöðunni úr þeirri vinnu. En auðvitað á að vera jafnræði meðal skóla og við vinnum að því að tryggja að svo sé. Séu einhverjir skavankar á því hljóta menn að horfa til þess að jafna þá stöðu og ég veit ekki betur en verið sé að vinna að þessum útfærslum á reiknilíkaninu þannig að vonandi nær þá saman um það hvernig þessum hlutum beri að haga í framtíðinni.