Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 91. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 259  —  91. mál.




Svar



innanríkisráðherra við fyrirspurn Ragnheiðar E. Árnadóttur
um kostnað við landsdómsmál gegn Geir H. Haarde.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver var kostnaður íslenska ríkisins á árunum 2010, 2011 og 2012 við landsdómsmálaferlin gegn Geir H. Haarde? Svarið óskast sundurliðað sem hér segir:
     1.      Kostnaður við dómstólinn sjálfan:
              a.      laun dómenda,
              b.      laun annarra starfsmanna,
              c.      húsnæðiskostnaður,
              d.      annar kostnaður, sundurgreindur.
     2.      Kostnaður við embætti saksóknara Alþingis:
              a.      laun starfsmanna,
              b.      húsnæðiskostnaður,
              c.      sérfræðikostnaður,
              d.      annar kostnaður, sundurgreindur.
     3.      Málsvarnarlaun og annar kostnaður verjanda sem landsdómur dæmdi ríkið til að greiða.

1. Kostnaður við dómstólinn sjálfan 2011 2012
a. Laun dómenda 3.537.489 23.030.578
b. Laun annarra starfsmanna 7.658.721 47.151.929
c. Húsnæðiskostnaður 251.000 2.538.711
d. Annar kostnaður
Ferða- og dvalarkostnaður 434.470 1.943.923
Fundarkostnaður 540.100
Akstur 291.420 247.530
Tölvu- og kerfisþjónusta 495.508
Önnur sérfræðiþjónusta 35.893 92.671
Sími, póstur, prentun 469.508 2.694.829
Rekstrarvörur 148.105 807.417
Samtals 12.826.606 79.543.196
3. Málsvarnarlaun og annar kostnaður verjanda sem landsdómur dæmdi ríkið til að greiða með VSK 25.219.430
Vegna 2. tölul. fyrirspurnarinnar sem lýtur að kostnaði við embætti saksóknara Alþingis bendir ráðuneytið fyrirspyrjanda á að þær upplýsingar er að finna hjá Alþingi.