Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 510. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 671  —  510. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um stofnun þjóðhagsstofnunar.

Frá Merði Árnasyni.

    Hvað líður verkum við stofnun nýrrar þjóðhagsstofnunar, sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 2. september 2010, sbr. einnig ályktun Alþingis frá 28. september 2010, nr. 29/138, um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010, um að stofnuð verði sjálfstæð ríkisstofnun sem fylgist með þjóðhagsþróun og semji þjóðhagsspá?