Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 272. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Prentað upp.

Þingskjal 745  —  272. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og
sölu á búvörum og tollalögum (úthlutun tollkvóta og fóðursjóður).

Frá atvinnuveganefnd.


    Við 5. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Áður en nefndin gerir tillögur skv. 2. mgr. skal hún senda Bændasamtökum Íslands, Félagi atvinnurekenda, Samtökum verslunar og þjónustu og Neytendasamtökunum drög að tillögunum. Tillögudrögunum skal fylgja stuttur rökstuðningur. Nefndinni er heimilt að gera tillögurnar fjórum dögum síðar hafi henni ekki borist yfirlýsingar studdar gögnum þar sem leitt er í ljós að tillögur nefndarinnar séu byggðar á röngum eða misvísandi upplýsingum.