Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 602. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1024  —  602. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um framgang þingsályktunar um bætta
heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks.

Frá Álfheiði Ingadóttur.


     1.      Hvernig hefur þingsályktun um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks sem samþykkt var 15. maí 2012 verið fylgt eftir?
     2.      Hefur starfshópur verið skipaður til þess að vinna að bættri heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks á aldrinum 14–23 ára og hefur hann lagt fram tillögur að leiðum til úrbóta?
     3.      Hvað líður áformum um stofnun sérstakrar unglingamóttöku fyrir fólk á umræddum aldri sem þingsályktunin fól í sér?