Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 3. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 36  —  3. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða,
með síðari breytingum (framlenging bráðabirgðaákvæða).

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, Kristjáni L. Möller,
Guðbjarti Hannessyni og Birni Val Gíslasyni.


    Í stað orðanna „allt að 2.600 lestum af óslægðum botnfiski“ í b-lið 4. gr. komi: allt að 3.285 lestum af óslægðum botnfiski.

Greinargerð.


    Lagt er til að ráðstöfunarmagn til strandveiða verði í hlutfallslegu samræmi við fyrirsjáanlega aukningu heildarafla næsta fiskveiðiár en að óbreyttu stendur ráðstöfunarmagnið í lestum talið í stað þrátt fyrir að heildarafli aukist.