Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 31. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 70  —  31. mál.




Beiðni um skýrslu



frá félags- og húsnæðismálaráðherra um árangur vinnumarkaðsaðgerða fyrir ungt fólk.



Frá Árna Páli Árnasyni, Guðbjarti Hannessyni, Helga Hjörvar, Katrínu Júlíusdóttur, Kristjáni L. Möller, Oddnýju G. Harðardóttur, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur,


Valgerði Bjarnadóttur og Össuri Skarphéðinssyni.


    Með vísan til 54. gr. stjórnarskrárinnar og 54. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að félags- og húsnæðismálaráðherra skili Alþingi skýrslu um árangur vinnumarkaðsaðgerða fyrir ungt fólk frá árinu 2009 til þessa dags í gegnum átakið Ungt fólk til athafna og síðar Nám er vinnandi vegur og önnur vinnumarkaðsúrræði. Sérstaklega komi fram fjöldi þeirra sem nýtt hafa sér úrræði til náms og þjálfunar sem komið var á fót og hafa þannig losnað úr atvinnuleysi. Jafnframt komi fram hver námsárangur þeirra ungmenna hefur verið sem nýtt hafa sér úrræðin. Skýrslan verði tilbúin til framlagningar í september 2013.