Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 57. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 57  —  57. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um eflingu skákiðkunar í skólum.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra nýta sér niðurstöður skýrslunnar Skák eflir skóla frá mars 2013 með markvissum aðgerðum í skólastarfi?
     2.      Verður ráðist í tilraunaverkefni um markvissa skákkennslu í völdum skólum?