Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 154. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 181  —  154. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um tengivegi og einbreiðar brýr.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Eru áætlanir uppi um að leggja meira fé til viðhalds á tengivegum, og þá sérstaklega með tilliti til skólaaksturs og þar sem mikill fjöldi ferðamanna fer um?
     2.      Hefur ráðherra skoðað hvort mögulegt sé að flýta framkvæmdum við einbreiðar brýr á Suðurlandi en samgönguáætlun miðast nú við að það verði gert 2019–2022?
     3.      Hefur ráðherra skoðað hvort mögulegt sé að spara fé með því að setja ræsi undir vegi og breikka þær steyptu brýr sem eru góðar fyrir, fremur en byggja nýjar?