Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 251. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 647  —  251. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996,
með síðari breytingum (fækkun lögregluumdæma, aðskilnaður
embætta lögreglustjóra og sýslumanna, hæfiskröfur).

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


     1.      Við 2. gr. bætist nýr liður, a-liður, sem orðist svo: F-liður 2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: að starfrækja hæfnisnefnd sem veitir lögreglustjórum ráðgefandi álit um hæfni umsækjanda við skipun í störf lögreglumanna skv. 28. gr. Niðurstaða hæfnisnefndar er ráðgefandi við skipun í embætti. Ráðherra setur reglur um skipan og störf hæfnisnefndarinnar þar sem m.a. er fjallað um skipun nefndar, hæfi nefndarmanna, verkefni og málsmeðferð.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðsins „átta“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: níu.
                  b.      Við 1. mgr. bætist nýr stafliður sem orðist svo: Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum.
                  c.      Í stað orðanna „Samband íslenskra sveitarfélaga“ í 2. mgr. komi: lögreglustjóra, Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga.
                  d.      Við síðari málslið 7. mgr. bætist: að fengnum tillögum ríkislögreglustjóra.
     3.      Á eftir orðunum „á Norðurlandi vestra“ í lokamálslið a-liðar 4. gr. komi: og í Vestmannaeyjum.
     4.      Við 4. mgr. 7. gr.
                  a.      1. málsl. falli brott.
                  b.      2. málsl. orðist svo: Lögreglustjóri skipar yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna til fimm ára í senn og aðra lögreglumenn til starfa innan embættis síns með sama hætti til fimm ára í senn að fenginni umsögn hæfnisnefndar, sbr. f-lið 2. mgr. 5. gr.
     5.      Í stað orðsins „inntökuskilyrðum“ í b-lið 10. gr. komi: kröfum.
     6.      Við 12. gr. bætist nýr töluliður sem orðist svo: Lög um almannavarnir, nr. 82/2008, með síðari breytingum: Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðsins „sýslumanni“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: lögreglustjóra.
                  b.      Lokamálsliður 1. mgr. fellur brott.
                  c.      3. málsl. 3. mgr. orðast svo: Ráðherra ákveður hvaða lögreglustjóri skuli sitja í almannavarnanefnd ef fleiri en eitt lögregluumdæmi falla undir nefndina.
     7.      Ákvæði til bráðabirgða III orðist svo:
             Ráðherra skal í samráði við hlutaðeigandi aðila setja á laggirnar starfshóp til að endurskoða skipulag og starfsemi Lögregluskóla ríkisins og gera tillögu að framtíðarskipan lögreglumenntunar þannig að tryggt sé að menntun lögreglumanna svari ávallt kröfum samtímans um almannaöryggi og sé sambærileg stöðu menntunarmála lögreglunnar í Evrópu, einkum annars staðar á Norðurlöndum. Við tillögugerðina verði hugað að því að skipulag þessara mála sé skilvirkt og markvisst og tryggi sem besta nýtingu fjármuna sem ætlaðir eru til verkefnisins í þessu skyni. Starfshópurinn skal skila tillögum ásamt greinargerð til ráðherra ekki síðar en 1. ágúst 2014.