Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 560. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 965  —  560. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um tollfrjálsan útflutning landbúnaðarafurða.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


    Hver er staða samninga við Evrópusambandið um hækkun á heimildum Íslands til tollfrjáls útflutnings á landbúnaðarvörum til ríkja Evrópusambandsins? Hvenær vonast ráðuneytið til að ljúka þeim samningum? Óskað er eftir að upplýst sé um þær óskir sem settar voru fram af hálfu Íslands og gagntilboð sambandsins í upphafi.