Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 440. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 978  —  440. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Steingrími J. Sigfússyni
um ferðakostnað ráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver hefur verið heildarkostnaður ráðuneytisins vegna ferðalaga til útlanda ár hvert frá og með 2003?
     2.      Hverjar hafa á sama tíma verið dagpeningagreiðslur til ráðherra og maka ráðherra á ári hverju, sundurliðaðar eftir ráðherrum?
     3.      Hve margir voru í föruneyti ráðherra í hverri þessara ferða og hver var heildarkostnaður við hverja ferð?
     4.      Hvert var tilefni ferðanna og hve lengi stóð hver ferð?
    Allar kostnaðartölur óskast settar fram á núgildandi verðlagi.


    Upphæðir í eftirfarandi töflum eru á núvirði miðað við vísitölu neysluverðs (meðaltal árs).

Tafla 1. Heildarkostnaður ráðuneytisins


vegna ferðalaga til útlanda.

Ár Upphæð
2003 23.749.505 kr.
2004 33.381.878 kr.
2005 23.647.842 kr.
2006 20.174.805 kr.
2007 27.212.435 kr.
2008 39.818.200 kr.
2009 9.155.324 kr.
2010 11.416.977 kr.
2011 9.989.131 kr.
2012 10.537.908 kr.
2013 21.716.945 kr.

Tafla 2. Dagpeningagreiðslur til ráðherra
og maka ráðherra.

Ráðherra Upphæð
Árið 2003:
     Davíð Oddsson 928.677 kr.
Árið 2004:
     Davíð Oddsson 1.619.274 kr.
     Halldór Ásgrímsson 555.502 kr.
Árið 2005:
     Halldór Ásgrímsson 2.023.138 kr.
Árið 2006:
     Halldór Ásgrímsson 438.656 kr.
     Geir H. Haarde 1.043.852 kr.
Árið 2007:
     Geir H. Haarde 1.832.910 kr.
Árið 2008:
     Geir H. Haarde 2.917.269 kr.
Árið 2009:
     Jóhanna Sigurðardóttir 261.306 kr.
Árið 2010:
     Jóhanna Sigurðardóttir 789.049 kr.
Árið 2011:
     Jóhanna Sigurðardóttir 457.959 kr.
Árið 2012:
     Jóhanna Sigurðardóttir 602.422 kr.
Árið 2013:
     Jóhanna Sigurðardóttir 175.658 kr.
     Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 654.060 kr.

Tafla 3. Föruneyti ráðherra
og heildarkostnaður við hverja ferð.

Fjöldi í föruneyti Upphæð
Árið 2003:
4 4.149.344 kr.
3 1.180.594 kr.
2 1.673.349 kr.
5 3.191.304 kr.
Árið 2004:
1 974.458 kr.
3 2.941.714 kr.
5 1.295.276 kr.
4 3.270.034 kr.
2 1.074.246 kr.
3 3.461.146 kr.
3 2.831.586 kr.
3 2.059.973 kr.
2 1.700.500 kr.
1 1.101.292 kr.
3 1.052.710 kr.
Árið 2005:
3 1.139.865 kr.
4 1.015.854 kr.
1 1.317.074 kr.
3 1.548.883 kr.
4 1.020.260 kr.
2 499.957 kr.
3 1.013.428 kr.
5 6.167.045 kr.
3 2.174.616 kr.
5 2.941.689 kr.
Árið 2006:
3 1.768.041 kr.
3 843.819 kr.
2 279.721 kr.
2 1.053.323 kr.
3 2.786.347 kr.
3 1.667.902 kr.
2 960.110 kr.
3 875.323 kr.
3 1.286.279 kr.
Árið 2007:
3 1.149.342 kr.
3 1.735.045 kr.
4 4.493.356 kr.
3 2.003.306 kr.
4 2.055.029 kr.
4 3.680.480 kr.
1 1.071.441 kr.
3 1.870.778 kr.
4 2.449.873 kr.
Árið 2008:
3 2.221.348 kr.
4 2.043.157 kr.
2 3.084.045 kr.
2 2.506.763 kr.
4 3.978.389 kr.
4 2.059.207 kr.
2 1.102.053 kr.
2 899.779 kr.
3 2.276.238 kr.
4 2.980.213 kr.
1 933.383 kr.
5 5.839.501 kr.
3 2.029.292 kr.
Árið 2009:
2 934.752 kr.
2 1.249.437 kr.
Árið 2010:
1 769.925 kr.
5 966.327 kr.
2 936.974 kr.
2 815.862 kr.
3 903.927 kr.
2 1.275.750 kr.
2 1.131.047 kr.
Árið 2011:
4 1.046.277 kr.
1 527.832 kr.
4 1.211.340 kr.
1 329.692 kr.
2 916.286 kr.
3 972.938 kr.
Árið 2012:
5 1.708.855 kr.
1 942.451 kr.
3 877.027 kr.
4 1.366.415 kr.
2 1.313.585 kr.
3 942.914 kr.
Árið 2013:
5 1.276.391 kr.
3 2.077.231 kr.
2 1.038.127 kr.
3 1.200.793 kr.
3 1.467.247 kr.
2 963.554 kr.
2 1.308.836 kr.
1 487.025 kr.
2 965.564 kr.
3 1.065.910 kr.
3 1.054.628 kr.


Tafla 4. Tilefni og lengd ferða.

Ár / tilefni ferða Fjöldi
daga
2003
Opinber heimsókn forsætisráðherra til Japan 8
Forsætisráðherrar Norðurlanda í Stokkhólmi 3
Norðurlandaráðsþing og forsætisráðherrafundur Ósló 4
Forsætisráðherra til Aþenu á ráðstefnu ræðismanna og til Kaupmannahafnar vegna formlegrar opnunar Norðurbryggju og sendiráðs 6
2004
Fundir forsætisráðherra í London 5
Opinber heimsókn forsætisráðherra til Úkraínu 5
Opinber heimsókn forsætisráðherra til Danmerkur, opnun sýningar og málþing í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi 4
Ferð forsætisráðherra til New York vegna ársfundar „The Icelandic Chamber of Commerce“. Einnig opnun á myndlistarsýningu Errós hjá Scandinavian House og fundir í New York 5
Ferð forsætisráðherra til Oxford og London, Englandi 3
Ferð forsætisráðherra til Washington vegna útfarar Ronalds Reagan. Einnig til Chicago vegna funda International Achievement Summit 6
Forsætisráðherra til Istanbúl og London vegna leiðtogafundar NATO 6
Forsætisráðherra til Washington vegna fundar með forseta Bandaríkjanna 3
París, menningarkynning um Ísland 4
Stokkhólmur vegna þings Norðurlandaráðs 4
Opinber heimsókn til Svíþjóðar og fundarhöld í Danmörku 2
2005
Leiðtogafundur NATO haldinn í Brussel 2
Opinber heimsókn forsætisráðherra til Danmerkur 3
Ferð til Rómar vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa 3
Forsætisráðherra til Moskvu, tilefni, 60 ára sigurafmæli seinni heimsstyrjaldarinnar 2
Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Ósló 3
San Francisco, þátttaka forsætisráðherra í vígslu nýrrar flugleiðar milli Keflavíkur og San Francisco 5
Sumarfundur norrænu forsætisráðherranna haldinn á Fjóni í Danmörku 4
Tókýó, opinber heimsókn forsætisráðherra 9
Opinber heimsókn ráðherra til Winnipeg og þátttaka í hátíðarhöldum á Íslendingadegi í Gimli 7
Ferð til New York vegna leiðtogafundar Sameinuðu þjóðanna 5
2006
Forsætisráðherra í heimsókn til íslenskra fyrirtækja í Bretlandi 6
Ferð forsætisráðherra til Færeyja með íslenskri viðskiptanefnd 3
Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna haldinn á Svalbarða 3
Opinber heimsókn forsætisráðherra til Eistlands 3
Ferð forsætisráðherra til Washington vegna undirritunar samnings um varnarmál 4
Ferð forsætisráðherra á fund forsætisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna . Einnig 58. þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 5
Ferð ráðherra til New York vegna fundar í kauphöll, NYSE 2
Ferð til Helsinki vegna tvíhliða fundar með forsætisráðherra Finnlands og leiðtogafundar norðlægrar víddar 2
Ferð ráðherra til Ríga vegna leiðtogafundar NATO 2
2007
Ferð ráðherra til Bergen vegna funda með konsúlum Íslands. 4
Ferð ráðherra til Finnlands vegna funda forsætisráðherra Norðurlanda í Punkaharju og stofnun Finnsk-íslenska viðskiptaráðsins í Helsinki 4
Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Kanada 11
Opinber heimsókn forsætisráðherra til Dublin 3
Opinber heimsókn forsætisráðherra til Montenegro 4
Ferð til Rómar til fundar við forsætisráðherra Ítalíu, heimsókn til páfa. Einnig til Osló á Norðurlandaþing 7
Ferð forsætisráðherra til Rómar vegna móttöku verðlauna 2
Ferð forsætisráðherra til London til fundar við Bresk-íslenska viðskiptaráðið 2
Ferð forsætisráðherra til Skotlands, einnig til Stokkhólms á fund Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins 3
2008
Ferð ráðherra til fundar með forsætisráðherra Lúxemborgar. Einnig til Brussel til fundar með forsætisráðherra Belgíu og opnun „Iceland on the edge“ 4
Ferð forsætisráðherra til New York vegna kynningar og til styrktar íslenskum fjármálamarkaði 3
Ferð forsætisráðherra til Búkarest á leiðtogafund NATO 3
Ferð ráðherra til Riksgränsen í Svíþjóð til fundar með norrænum forsætisráðherrum um alþjóðavæðingu og áhrif hennar 3
Ferð til Boston, forsætisráðherra með ávarp í Brandeis University. Ennig farið til Kanada þar sem ráðherra fundar með forsætisráðherra Kanada, undirbúningur um samstarf í öryggis- og varnarmálum 6
Ferð forsætisráðherra til fundar við forsætisráðherra Bretlands og fleiri ráðamönnum. Jafnframt heimsótt íslensk fyrirtæki staðsett í London 3
Ferð forsætisráðherra til Ríga vegna leiðtogafundar Eystrasaltsráðsins 3
Ferð ráðherra til Linköping á fund með forsætisráðherrum Norðurlanda 2
Ráðst. Euromony London/IDU leiðtogafundur París 4
Ráðherra í opinberri heimsókn í Albaníu og Grikklandi 6
Ferð forsætisráðherra til London á ráðstefnu FT og WEC um orkumál 3
Ferð ráðherra til New York á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 7
Ráðherra sækir 60. þing Norðurlandaráðs í Helsinki 3
2009
Fundur ráðherra með forsætisráðherrum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og sjálfstjórnarhéruðum norðurslóða 4
Ferð forsætisráðherra til Kaupmannahafnar á loftslagsráðstefnu 3
2010
Ferð forsætisráðherra til Brussel vegna funda hjá Evrópusambandinu 3
Ferð forsætisráðherra til Helsingör, ráðherrafundur og hnattvæðingarþing með sérfræðingum frá hverju Norðurlandanna 3
Ferð forsætisráðherra á leiðtogafund Eystrasaltsráðherra í Vilníus 3
Forsætisráðherra var heiðursgestur á Íslendingahátíðinni í Gimli, Manitoba, jafnframt var ráðherra heiðursgestur á Íslendingahátíð í Mountain, Norður-Dakóta 8
Opinber heimsókn forsætisráðherra til Færeyja 3
Ferð forsætisráðherra til New York á leiðtogafund um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna 4
Ferð forsætisráðherra á leiðtogafund NATO í Lissabon 4
2011
Ferð forsætisráðherra á leiðtogafund um samráð Breta, Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, með sérfræðingum landanna. Fundur haldinn í London 3
Forsætisráðherra til Kaupmannahafnar vegna hátíðar í Jónshúsi, ráðherra með ávarp 19. júní 3
Ferð forsætisráðherra til Berlínar til fundar við kanslara Þýskalands, Angelu Merkel 6
Forsætisráðherra til Ósló, þátttaka í minningarathöfn til heiðurs fórnarlömbum 22. júlí 2011 1
Forsætisráðherra til Kaupmannahafnar vegna þátttöku á norrænum forsætisráðherrafundi og Norðurlandaráðsþingi 4
Ferð forsætisráðherra til Brussel vegna funda með forseta leiðtogaráðs ESB, forseta framkvæmdastjórnar ESB o.fl. 4
2012
Ferð forsætisráðherra til Stokkhólms, leiðtogafundur norrænna og baltneskra ríkja og Breta 5
Ferð ráðherra á leiðtogafund NATO í Chicago 5
Fer forsætisráðherra til Stralsund í Þýskalandi, leiðtogafundur Eystrasaltsráðsins 5
Ferð forsætisráðherra til Noregs, Bodö og Tromsö vegna sumarfundar norræna forsætisráðherra 3
Ferð ráðherra til London vegna Ólympíuleikanna 2012 4
Ferð forsætisráðherra til Helsinki vegna Norðurlandaráðsþings 6
2013
Ferð forsætisráðherra til Lettlands á árlega ráðstefnu, óformlegir fundir forsætisráðherra og sérfræðinga frá níu löndum, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi 3
Opinber heimsókn forsætisráðherra til Kína 8
Ferð forsætisráðherra á leiðtogafund Barentsráðsins. Tvíhliða fundir með Dmitry Medvedev, Jens Stoltenberg og Jyrki Katainen 3
Ferð forsætisráðherra til fundar við forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt 2
Á fund forsætisráðherra Danmerkur og á fund lögmanns Færeyja 3
Forsætisráðherra til Brussel vegna funda með Barroso, Van Rompuy, Anders Fogh-Rasmussen og Elio Di Rupio. Einnig fundur með forsætisráðherra Svíþjóðar Fredrik Reinfeldt 4
Forsætisráðherra í opinberri heimsókn til Manitoba. Einnig þátttaka í Íslendingadegi 6
Forsætisráðherra á ráðstefnu í Arendal, Noregi. Ræðumaður og á fundum með leiðtogum norskra stjórnmálaflokka 4
Forsætisráðherra situr leiðtogafund Norðurlandanna með Barack Obama Bandaríkjaforseta 3
Forsætisráðherra í vinnuheimsókn til Bretlands – aðalræðumaður á viðskiptaráðstefnu og tvíhliða fundir m.a. með utanríkisráðherra Bretlands 3
Ferð forsætisráðherra til Ósló á Norðurlandaráðsþing og tengda ráðherrafundi 3