Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 319. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1174  —  319. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (flutningur verkefna, stofnun sjóðs o.fl.).

Frá Páli Jóhanni Pálssyni.


     1.      Ákvæði til bráðabirgða III orðist svo:
                      Fiskistofa skal gæta að ákvæðum 1. gr., 4. gr., 6. gr., 1. mgr. 7. gr., a- og b-liðar og 1., 2. og 4. mgr. c-liðar 8. gr., 9. gr. og b-liðar 11. gr. (14. gr. b) við málsmeðferð sína fram til 1. janúar 2015.
     2.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Lög um fiskeldi, nr. 71/2008, skal endurskoða innan 18 mánaða frá gildistöku laga þessara. Við endurskoðunina skal m.a. hugað að vistfræðilegum þáttum og innleiðingu ýtrustu umhverfisstaðla í starfsemi fiskeldisfyrirtækja.