Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.



Þingskjal 3  —  3. mál.



Frumvarp til laga

um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2015.

(Lagt fyrir Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014–2015.)




I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.
1. gr.

    4. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

    VI. kafli laganna fellur brott.

3. gr.

    Í stað orðanna „og 2014“ í ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum kemur: 2014 og 2015.

4. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 4. tölul. 2. mgr. 3. gr. og 18. gr. laganna skal ráðstöfun hluta tryggingagjalds til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða, sbr. VI. kafla, vera sem hér segir á árunum 2015–2018:
     1.      Framlag á árinu 2015 skal vera 0,260% af gjaldstofni skv. III. kafla.
     2.      Framlag á árinu 2016 skal vera 0,195% af gjaldstofni skv. III. kafla.
     3.      Framlag á árinu 2017 skal vera 0,130% af gjaldstofni skv. III. kafla.
     4.      Framlag á árinu 2018 skal vera 0,065% af gjaldstofni skv. III. kafla.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.
5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum:
     a.      Í stað orðanna „og 2014“ í 1.–5. mgr. kemur: 2014 og 2015.
     b.      Í stað orðanna „og 2013“ í 1.–5. mgr. kemur: 2013 og 2014.

6. gr.

    Á eftir ártalinu „2015“ í ákvæði til bráðabirgða LIII í lögunum kemur: og 2016.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.
7. gr.

    Í stað ártalsins „2014“ í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum kemur: 2014 og 2015.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum.
8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 5. gr. laganna:
     a.      Í stað „0,0283%“ í a-lið 1. tölul. kemur: 0,0277%.
     b.      Í stað „0,0256%“ í b-lið 1. tölul. kemur: 0,0251%.
     c.      Í stað „0,317% %“ í 2. tölul. kemur: 0,314%.
     d.      Í stað „0,175%“ í 3. tölul. kemur: 0,172%.
     e.      Í stað „0,50%“ í 4. tölul. kemur: 0,49%.
     f.      Í stað „0,50%“ í 5. tölul. kemur: 0,49%.
     g.      Í stað „0,031%“ og „0,0135%“ í 6. tölul. kemur: 0,030%; og: 0,0133%.
     h.      Í stað „0,010%“ í 9. tölul. kemur: 0,0097%.
     i.      Í stað „0,006%“ í 11. tölul. kemur: 0,0059%.
     j.      Í stað „0,008%“ í 12. tölul. kemur: 0,0078%.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.
9. gr.

    Í stað orðanna „árinu 2014“ í 1. og 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XVI í lögunum kemur: árunum 2014 og 2015.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 91/1987, um sóknargjöld o.fl., með síðari breytingum.
10. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna, með síðari breytingum, skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 810 kr. á mánuði árið 2015 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar,
með síðari breytingum.

11. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði laganna skal skuldbinding ríkisins skv. 60. gr. á árinu 2015 samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar vera 1.486,9 millj. kr. á árinu 2015. Framlag til Kristnisjóðs skal vera 72 millj. kr. á árinu 2015.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.
12. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „9.911 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 10.159 kr.

13. gr.

    Í stað orðanna „2013 og 2014“ í ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2013, 2014 og 2015.

14. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Vegna útreiknings á dvalarframlagi skv. 21. gr. er á tímabilinu 1. janúar 2015 til og með 31. desember 2015 unnt að óska eftir því að Tryggingastofnun ríkisins beri saman útreikning dvalarframlags fyrir og eftir gildistöku laga nr. 166/2006 og laga nr. 120/2009. Ef samanburðurinn sýnir aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna framangreinds tímabils til samræmis við það.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum.
15. gr.

    Í stað ártalsins „2014“ í 14. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: 2015.

X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum.
16. gr.

    Í stað orðanna „samfellt í þrjú ár“ í 1. mgr. 29. gr. laganna kemur: samfellt í 30 mánuði.

17. gr.

    Í stað orðanna „samtals í þrjú ár“ í 1. mgr. 30. gr. laganna kemur: samtals í 30 mánuði.

18. gr.

    Í stað orðanna „samtals 30 mánuði“ í 4. mgr. 54. gr., 4. mgr. 55. gr., í tvígang í 1. mgr. 56. gr., 5. mgr. 57. gr., 4. mgr. 58. gr., 4. mgr. 59. gr. og í tvígang í 1. mgr. 61. gr. laganna kemur: samtals 24 mánuði.

XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum.
19. gr.

    1. mgr. 25. gr. laganna orðast svo:
    Sjúkratrygging tekur til nauðsynlegra lyfja sem hafa markaðsleyfi hér á landi, hefur verið ávísað til notkunar utan heilbrigðisstofnana, þ.m.t. S-merkt og leyfisskyld lyf, og ákveðið hefur verið að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða, sbr. lyfjalög.

XII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 166/2011, um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, með síðari breytingum.
20. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „0,0212%“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: 0,0148%.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 75/2011, um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, með síðari breytingum.
21. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 3. gr. skal framlag ríkissjóðs nema 145,8 millj. kr. á árinu 2015.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál, með síðari breytingum.
22. gr.

    Í stað „2014“ og „892 kr.“ í 4. mgr. 14. gr. laganna kemur: 2015; og: 865 kr.

23. gr.

    Við 2. málsl. 28. gr. laganna bætist: og skulu tekjur ríkisins af uppboðnum losunarheimildum renna í ríkissjóð.

24. gr.

    A-liður 30. gr. laganna orðast svo: fjárveiting í fjárlögum ár hvert.

XV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, með síðari breytingum.
25. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
     a.      Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Raf- og rafeindatæki: sbr. viðauka XIX.
     b.      Í stað orðanna „og XI“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: XI og XIX.

26. gr.

    Við lögin bætist nýr viðauki, viðauki XIX, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Raf- og rafeindatæki.

    Á raf- og rafeindatæki sem flokkast undir neðangreind tollskrárnúmer skal leggja úrvinnslugjald sem hér segir:

8413.1101 6 kr./kg
8413.1901 6 kr./kg
8414.5101 6 kr./kg
8414.5109 6 kr./kg
8414.5901 6 kr./kg
8414.5909 6 kr./kg
8414.6001 6 kr./kg
8414.6009 6 kr./kg
8414.8001 6 kr./kg
8414.8009 6 kr./kg
8414.9000 6 kr./kg
8415.1000 6 kr./kg
8415.2000 6 kr./kg
8415.8100 6 kr./kg
8415.8200 6 kr./kg
8415.8300 6 kr./kg
8415.9000 6 kr./kg
8418.1001 25 kr./kg
8418.1009 25 kr./kg
8418.2100 25 kr./kg
8418.2900 25 kr./kg
8418.3001 25 kr./kg
8418.3009 25 kr./kg
8418.4001 25 kr./kg
8418.4009 25 kr./kg
8418.5000 25 kr./kg
8418.6101 6 kr./kg
8418.6109 6 kr./kg
8418.6901 25 kr./kg
8418.6909 25 kr./kg
8418.9900 25 kr./kg
8419.8101 6 kr./kg
8419.8109 6 kr./kg
8419.8901 6 kr./kg
8419.8909 6 kr./kg
8419.9000 6 kr./kg
8420.1001 8 kr./kg
8421.1101 6 kr./kg
8421.1201 6 kr./kg
8421.1209 6 kr./kg
8421.1901 6 kr./kg
8421.9100 6 kr./kg
8422.1100 6 kr./kg
8422.1901 6 kr./kg
8422.9000 6 kr./kg
8423.1000 8 kr./kg
8423.8100 8 kr./kg
8423.8200 8 kr./kg
8423.8900 8 kr./kg
8424.2000 8 kr./kg
8424.3001 6 kr./kg
8424.8100 6 kr./kg
8424.8900 6 kr./kg
8424.9000 6 kr./kg
8433.1101 8 kr./kg
8433.1109 8 kr./kg
8433.1901 8 kr./kg
8433.1909 8 kr./kg
8438.1000 6 kr./kg
8443.3100 8 kr./kg
8443.3200 8 kr./kg
8443.3900 8 kr./kg
8443.9900 8 kr./kg
8444.0000 8 kr./kg
8446.1000 8 kr./kg
8447.2001 8 kr./kg
8448.1901 8 kr./kg
8449.0000 8 kr./kg
8450.1100 6 kr./kg
8450.1200 6 kr./kg
8450.1901 6 kr./kg
8450.2000 6 kr./kg
8450.9000 6 kr./kg
8451.2100 6 kr./kg
8451.2900 6 kr./kg
8451.3001 6 kr./kg
8451.3009 6 kr./kg
8451.4000 6 kr./kg
8451.9000 6 kr./kg
8452.1001 8 kr./kg
8452.2100 8 kr./kg
8452.2901 8 kr./kg
8452.9000 8 kr./kg
8455.1000 6 kr./kg
8455.2100 6 kr./kg
8455.2200 6 kr./kg
8455.9000 6 kr./kg
8456.1001 8 kr./kg
8456.1009 8 kr./kg
8456.2000 8 kr./kg
8456.9000 8 kr./kg
8457.1000 6 kr./kg
8457.2000 6 kr./kg
8457.3000 6 kr./kg
8458.1100 6 kr./kg
8458.1900 6 kr./kg
8458.9100 6 kr./kg
8458.9900 8 kr./kg
8459.1000 8 kr./kg
8459.2100 6 kr./kg
8459.2900 8 kr./kg
8459.3100 6 kr./kg
8459.3900 6 kr./kg
8459.4000 6 kr./kg
8459.5100 6 kr./kg
8459.5900 6 kr./kg
8459.6100 6 kr./kg
8459.6900 6 kr./kg
8459.7000 6 kr./kg
8460.1100 6 kr./kg
8460.1901 8 kr./kg
8460.2100 6 kr./kg
8460.2901 8 kr./kg
8460.3100 6 kr./kg
8460.3901 8 kr./kg
8460.4001 6 kr./kg
8460.9001 8 kr./kg
8461.2001 8 kr./kg
8461.4001 8 kr./kg
8461.5001 8 kr./kg
8461.9001 6 kr./kg
8462.1000 6 kr./kg
8462.2100 6 kr./kg
8462.2901 6 kr./kg
8462.3100 6 kr./kg
8462.3901 6 kr./kg
8462.4100 6 kr./kg
8462.4901 6 kr./kg
8462.9100 6 kr./kg
8462.9901 6 kr./kg
8463.9001 6 kr./kg
8464.1001 6 kr./kg
8464.2001 8 kr./kg
8464.9001 6 kr./kg
8465.1001 6 kr./kg
8465.1009 6 kr./kg
8465.9101 8 kr./kg
8465.9109 8 kr./kg
8465.9201 8 kr./kg
8465.9209 8 kr./kg
8465.9301 8 kr./kg
8465.9309 8 kr./kg
8465.9401 8 kr./kg
8465.9409 8 kr./kg
8465.9501 8 kr./kg
8465.9509 8 kr./kg
8465.9601 8 kr./kg
8465.9609 8 kr./kg
8465.9901 8 kr./kg
8465.9909 8 kr./kg
8466.9100 8 kr./kg
8466.9200 8 kr./kg
8466.9300 8 kr./kg
8466.9400 8 kr./kg
8467.2100 8 kr./kg
8467.2200 8 kr./kg
8467.2901 8 kr./kg
8467.2909 8 kr./kg
8469.0000 8 kr./kg
8470.1000 8 kr./kg
8470.2100 8 kr./kg
8470.2900 8 kr./kg
8470.3001 8 kr./kg
8470.5001 8 kr./kg
8470.9001 8 kr./kg
8471.3001 8 kr./kg
8471.3009 8 kr./kg
8471.4101 8 kr./kg
8471.4109 8 kr./kg
8471.4901 8 kr./kg
8471.4909 8 kr./kg
8471.5000 8 kr./kg
8471.6000 8 kr./kg
8471.7000 8 kr./kg
8471.8000 8 kr./kg
8471.9000 8 kr./kg
8472.1001 8 kr./kg
8472.3001 8 kr./kg
8472.9000 8 kr./kg
8473.1000 8 kr./kg
8473.2100 8 kr./kg
8473.2900 8 kr./kg
8473.3000 8 kr./kg
8473.4000 8 kr./kg
8473.5000 8 kr./kg
8476.2100 25 kr./kg
8476.2900 6 kr./kg
8476.8100 25 kr./kg
8476.8900 6 kr./kg
8476.9000 6 kr./kg
8479.6001 6 kr./kg
8479.6009 6 kr./kg
8479.8901 6 kr./kg
8479.9000 6 kr./kg
8502.4001 6 kr./kg
8508.1100 8 kr./kg
8508.1900 8 kr./kg
8508.7000 8 kr./kg
8509.4001 6 kr./kg
8509.4009 6 kr./kg
8509.8001 8 kr./kg
8509.8009 8 kr./kg
8509.9000 6 kr./kg
8510.1000 8 kr./kg
8510.2009 8 kr./kg
8510.3000 8 kr./kg
8510.9000 8 kr./kg
8512.1000 4 kr./kg
8512.2000 4 kr./kg
8512.9000 4 kr./kg
8513.1000 4 kr./kg
8513.9000 4 kr./kg
8515.1100 8 kr./kg
8515.1900 8 kr./kg
8515.2900 6 kr./kg
8515.3100 6 kr./kg
8515.3900 6 kr./kg
8515.8001 6 kr./kg
8515.8002 8 kr./kg
8515.8009 8 kr./kg
8515.9000 8 kr./kg
8516.1000 6 kr./kg
8516.2100 6 kr./kg
8516.2901 6 kr./kg
8516.2909 6 kr./kg
8516.3100 8 kr./kg
8516.3200 8 kr./kg
8516.3300 8 kr./kg
8516.4009 8 kr./kg
8516.5000 6 kr./kg
8516.6001 6 kr./kg
8516.6002 6 kr./kg
8516.6009 6 kr./kg
8516.7100 8 kr./kg
8516.7200 8 kr./kg
8516.7901 6 kr./kg
8516.7909 8 kr./kg
8516.8001 8 kr./kg
8516.8009 8 kr./kg
8516.9000 8 kr./kg
8517.1100 8 kr./kg
8517.1200 8 kr./kg
8517.1800 8 kr./kg
8517.6200 8 kr./kg
8517.6900 8 kr./kg
8517.7000 8 kr./kg
8518.1000 8 kr./kg
8518.2101 8 kr./kg
8518.2109 8 kr./kg
8518.2201 8 kr./kg
8518.2209 8 kr./kg
8518.2900 8 kr./kg
8518.3001 8 kr./kg
8518.3009 8 kr./kg
8518.4001 8 kr./kg
8518.4009 8 kr./kg
8518.5001 8 kr./kg
8518.5009 8 kr./kg
8518.9000 8 kr./kg
8519.2000 8 kr./kg
8519.3000 8 kr./kg
8519.5000 8 kr./kg
8519.8100 8 kr./kg
8519.8900 8 kr./kg
8521.1010 8 kr./kg
8521.1021 8 kr./kg
8521.1029 8 kr./kg
8521.9010 8 kr./kg
8521.9021 8 kr./kg
8521.9022 8 kr./kg
8521.9029 8 kr./kg
8522.9000 8 kr./kg
8525.5001 8 kr./kg
8525.5009 8 kr./kg
8525.6001 8 kr./kg
8525.6009 8 kr./kg
8525.8000 8 kr./kg
8526.1000 8 kr./kg
8526.9100 8 kr./kg
8526.9201 8 kr./kg
8526.9209 8 kr./kg
8527.1201 8 kr./kg
8527.1209 8 kr./kg
8527.1301 8 kr./kg
8527.1302 8 kr./kg
8527.1309 8 kr./kg
8527.1900 8 kr./kg
8527.2101 8 kr./kg
8527.2102 8 kr./kg
8527.2109 8 kr./kg
8527.2900 8 kr./kg
8527.9101 8 kr./kg
8527.9102 8 kr./kg
8527.9109 8 kr./kg
8527.9200 8 kr./kg
8527.9901 8 kr./kg
8527.9909 8 kr./kg
8528.4100 72 kr./kg
8528.4900 72 kr./kg
8528.5100 72 kr./kg
8528.5900 72 kr./kg
8528.6100 8 kr./kg
8528.6900 8 kr./kg
8528.7101 8 kr./kg
8528.7102 8 kr./kg
8528.7109 8 kr./kg
8528.7201 72 kr./kg
8528.7202 72 kr./kg
8528.7209 72 kr./kg
8528.7301 72 kr./kg
8528.7302 72 kr./kg
8528.7309 72 kr./kg
8529.1001 8 kr./kg
8529.1009 8 kr./kg
8529.9001 8 kr./kg
8529.9009 8 kr./kg
8531.1000 8 kr./kg
8539.1000 25 kr./kg
8539.2100 25 kr./kg
8539.2200 25 kr./kg
8539.2900 25 kr./kg
8539.3100 25 kr./kg
8539.3200 25 kr./kg
8539.3900 25 kr./kg
8539.4100 25 kr./kg
8539.4900 25 kr./kg
8539.9000 25 kr./kg
8540.2000 8 kr./kg
8543.7001 8 kr./kg
8543.7009 8 kr./kg
8543.9001 8 kr./kg
8543.9009 8 kr./kg
9006.4000 8 kr./kg
9006.5100 8 kr./kg
9006.5200 8 kr./kg
9006.5300 8 kr./kg
9006.5900 8 kr./kg
9007.1100 8 kr./kg
9007.1900 8 kr./kg
9007.9100 8 kr./kg
9008.3000 8 kr./kg
9016.0001 8 kr./kg
9018.1100 5 kr./kg
9018.1300 5 kr./kg
9018.1900 5 kr./kg
9018.9000 5 kr./kg
9020.0000 5 kr./kg
9021.4000 5 kr./kg
9021.5000 5 kr./kg
9022.1200 5 kr./kg
9022.1300 5 kr./kg
9022.1400 5 kr./kg
9022.1900 5 kr./kg
9022.2100 5 kr./kg
9022.2900 5 kr./kg
9022.3000 5 kr./kg
9022.9000 5 kr./kg
9029.1000 8 kr./kg
9029.2000 8 kr./kg
9032.1001 8 kr./kg
9101.1100 8 kr./kg
9101.1900 8 kr./kg
9101.9100 8 kr./kg
9102.1100 8 kr./kg
9102.1200 8 kr./kg
9102.1900 8 kr./kg
9102.9100 8 kr./kg
9103.1000 8 kr./kg
9105.1100 8 kr./kg
9105.2100 8 kr./kg
9105.9100 8 kr./kg
9106.1000 8 kr./kg
9106.9000 8 kr./kg
9107.0001 8 kr./kg
9108.1100 8 kr./kg
9108.1200 8 kr./kg
9108.1900 8 kr./kg
9109.1000 8 kr./kg
9207.1001 8 kr./kg
9207.1002 8 kr./kg
9207.1009 8 kr./kg
9207.9000 8 kr./kg
9405.1001 4 kr./kg
9405.1009 4 kr./kg
9405.2001 4 kr./kg
9405.2009 4 kr./kg
9405.3000 4 kr./kg
9405.4001 4 kr./kg
9405.4009 4 kr./kg
9405.6001 4 kr./kg
9405.6009 4 kr./kg
9503.0031 8 kr./kg
9504.3000 8 kr./kg

XVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum.
27. gr.

    Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 45. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Raf- og rafeindatæki sem falla undir þessi lög og tollskrárnúmer þeirra eru tilgreind í viðauka XIX við lög um úrvinnslugjald.

28. gr.
Gildistaka.

    Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
     a.      Ákvæði 1.–2. gr. öðlast gildi 1. janúar 2019.
     b.      3., 5.–7., 9., 11., 13.–14. og 21.–22. gr. öðlast þegar gildi.
     c.      Ákvæði 4. gr. öðlast gildi 1. janúar 2015 og kemur til framkvæmda við staðgreiðslu tryggingagjalds á árinu 2015 og álagningu ársins 2016.
     d.      8., 10., 15., 19.–20. og 23.–27. gr. öðlast gildi 1. janúar 2015.
     e.      12. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2015 vegna tekna ársins 2014.
     f.      Ákvæði 16.–18. gr. öðlast gildi 1. janúar 2015 og eiga við um atvinnuleitendur sem eru þegar skráðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur fyrir 1. janúar 2015, atvinnuleitendur sem skrá sig án atvinnu og sækja um atvinnuleysisbætur 1. janúar 2015 eða síðar, hvort sem það er í fyrsta skipti eða viðkomandi heldur áfram að nýta fyrra tímabil skv. 29. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sem og um þá atvinnuleitendur sem hafa áður verið skráðir án atvinnu en hefja nýtt tímabil innan atvinnuleysistryggingakerfisins skv. 30. eða 31. gr. sömu laga 1. janúar 2015 eða síðar.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

1. Inngangur.
    Frumvarp þetta er samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Frumvarpið er samið í beinum tengslum við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 og hafa tillögur þess bæði áhrif á tekju- og gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins verði það óbreytt að lögum. Samhliða þessu frumvarpi verður lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjald, auk mótvægisaðgerða í formi breytinga á ákvæðum tekjuskattslaga um barnabætur. Rétt er að vekja athygli á því að í frumvarpinu eru ekki lagðar til breytingar á krónutölugjöldum eins og gengið er út frá í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins.

2. Meginefni frumvarpsins.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir tvíþættri breytingu á lögum um tryggingagjald. Annars vegar er framlenging á ákvæði sem kveður á um að starfsendurhæfingarsjóðir fái ekki tekjur af almennu tryggingagjaldi á árinu 2015, en sambærilegt ákvæði hefur verið í gildi fyrir 2013 og 2014. Hins vegar er gert ráð fyrir því að hlutdeild lífeyrissjóða í tekjum af almennu tryggingagjaldi til jöfnunar og lækkunar örorkubyrði lífeyrissjóða verði lækkuð árlega um 20%, og það sama eigi við á hverju ári í fimm ár þar til hlutdeildin hefur fjarað út. Lagt er til að tímabundin breyting á lægsta þrepi tekjuskatts og hámarksútsvari sem gerð var með lögum nr. 139/2013, um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014, verði framlengd tímabundið um eitt ár. Þá er lagt til að tímabundin hækkun vaxtabóta sem að óbreyttu hefði fallið niður um næstu áramót verði framlengd um eitt ár. Auk þessa er í frumvarpinu að finna lækkun á eftirlitsgjaldi í samræmi við áætlaðan rekstrarkostnað Fjármálaeftirlitsins auk ákvæðis um lækkun gjaldhlutfalls vegna greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara. Þá er lögð til hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra og sóknargjöldum, auk hækkunar á framlagi íslenska ríkisins til þjóðkirkjunnar en að framlag til Kristnisjóðs lækki. Í frumvarpinu er einnig að finna framlengingu á tveimur bráðabirgðaákvæðum er kveða á um það að Framkvæmdasjóði aldraðra sé heimilt að verja fé til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða annars vegar og að komið skuli í veg fyrir að kostnaðarþátttaka heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aukist við það að tengingar við tekjur maka voru afnumdar hins vegar. Lagðar eru til breytingar á ákvæðum laga um atvinnuleysistryggingar um lengd tímabils sem atvinnuleysisbætur eru greiddar í þá veru að í stað þriggja ára komi tvö og hálft ár. Þá er lögð til framlenging á bráðabirgðaákvæði um hækkun á frítekjumarki örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar og að útgjöld vegna S-merktra og leyfisskyldra lyfja verði felld undir hið almenna greiðsluþátttökukerfi lyfja eins og gildir fyrir önnur lyf sem ávísað er til notkunar utan heilbrigðisstofnana. Lögð er til lækkun á framlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og lagðar til breytingar á fjárhæð losunarheimilda auk mörkunar teknanna samkvæmt lögum um loftslagsmál. Að lokum er gert ráð fyrir að úrvinnslugjald verði lagt á raf- og rafeindatæki í samræmi við lög nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.

3. Nánar um einstaka liði frumvarpsins.
    Í frumvarpinu er að finna tillögur af ýmsu tagi eins og nánar er fjallað um hér á eftir.

Starfsendurhæfingarsjóðir.
    Lögð er til framlenging á ákvæði laga um tryggingagjald sem kveður á um að starfsendurhæfingarsjóðir fái ekki tekjur af almennu tryggingagjaldi á árinu 2015. Sambærilegt ákvæði hefur verið í gildi fyrir árin 2013 og 2014.
    Í lögum nr. 60/2012, um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, er mælt fyrir um að framlag ríkissjóðs skuli vera hluti af gjaldstofni tryggingagjalds og samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, mun hlutdeildin nema 0,13% af gjaldstofni tryggingagjaldsins frá og með árinu 2015. Í bráðabirgðaákvæði er hins vegar kveðið á um að á árinu 2013 nemi hlutdeildin 0,0325% og 0,0975% á árinu 2014 en líkt og greinir að framan var fallið frá þeim framlögum með lagabreytingu á árinu 2013, einkum vegna sterkrar fjárhagsstöðu VIRK, eina starfandi starfsendurhæfingarsjóðsins sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum laga nr. 60/2012. Miðað við núgildandi tryggingagjaldsstofn mundi 0,13% hlutdeild fela í sér 1,3 milljarða kr. framlag úr ríkissjóði á ári. Þar sem gert er ráð fyrir jafnháu framlagi bæði frá lífeyrissjóðum og atvinnurekendum mundi samanlagt framlag nema nálægt 4 milljörðum kr. á ári til VIRK. Samkvæmt lögum nr. 60/2012 er gert ráð fyrir að heildarendurskoðun á þjónustu starfsendurhæfingarsjóða verði lokið fyrir árslok 2016. Í kjölfar þess verður tekin ákvörðun um áframhaldandi uppbyggingu og framtíð þessara sjóða. Fram að þeim tíma er útlit fyrir að sjóðurinn hafi næga fjármuni til að mæta skuldbindingum sínum en varasjóður VIRK var orðinn tæplega 2,3 milljarðar kr. í árslok 2013 eða um 1 milljarði kr. hærri en rekstrarkostnaður sjóðsins það ár. Í ljósi sterkrar sjóðsstöðu VIRK var gerð lagabreyting árið 2013 þess efnis að ríkissjóður skyldi ekki greiða framlög til sjóðsins árin 2013 og 2014. Í frumvarpi þessu er einnig gert ráð fyrir því að ekki komi til framlags af hálfu ríkisins til atvinnutengdra starfsendurhæfingarsjóða á árinu 2015, m.a. með hliðsjón af sterkri stöðu VIRK.

Hlutdeild lífeyrissjóða í tekjum af almennu tryggingagjaldi til jöfnunar og lækkunar örorkubyrði.
    Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2015 er gert ráð fyrir því að 0,325% hlutdeild lífeyrissjóða í tekjum af almennu tryggingagjaldi til jöfnunar og lækkunar örorkubyrði lífeyrissjóða verði lækkuð árlega um 20%, og það sama eigi við á hverju ári í fimm ár þar til hlutdeildin hefur fjarað út. Framlagið verður samkvæmt því 0,260% á árinu 2015, 0,195% á árinu 2016, 0,130% á árinu 2017 og 0,065% á árinu 2018 uns það fellur brott á árinu 2019. Forsendur í yfirlýsingu ríkisstjórnar í nóvember 2005 í tengslum við samkomulag við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir til að bregðast við vaxandi örorkubyrði lífeyrissjóða hafa breyst talsvert. Einnig er ljóst að þörf lífeyrissjóða til jöfnunar örorkubyrði hefur reynst vera mismunandi. Því hefur verið ákveðið að taka þetta fyrirkomulag til endurskoðunar.

Breyting á lægsta þrepi tekjuskatts og hámarksútsvari framlengd.
    Til samræmis við tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins er hér lagt til að sú tímabundna breyting sem gerð var til bráðabirgða með lögum nr. 139/2013, um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014, þ.e. að lækka lægsta þrep tekjuskatts manna um 0,04%, úr 22,9% í 22,86% í staðgreiðslu á árinu 2014 og við álagningu á árinu 2015 verði að svo stöddu framlengd tímabundið um eitt ár. Sama á við um þá breytingu er gerð var á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þar sem hámarksútsvar var hækkað um 0,04%, úr 14,48% í 14,52% á árinu 2014.
    Í samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá árinu 2010 var útsvarshlutfall sveitarfélaga hækkað um 1,2 prósentustig á móti samsvarandi lækkun á tekjuskattshlutfalli ríkisins til fjármögnunar á málaflokknum árin 2011–2013 að viðbættum tímabundnum beinum framlögum úr ríkissjóði. Í samkomulaginu var enn fremur gert ráð fyrir því að útsvarshlutfallið yrði fastsett frá og með árinu 2014 þannig að þjónustan yrði alfarið fjármögnuð með útsvari. Endanlegt útsvarshlutfall átti að byggjast á mati á fjárhagslegum forsendum samkomulagsins sem unnið yrði á árinu 2013 en þeirri vinnu var enn ólokið síðla árs 2013. Af þeim sökum var gerður viðauki við samkomulagið í nóvember 2013 þar sem samkomulagið var framlengt um eitt ár þannig að ákvörðun um endanlegt útsvarshlutfall yrði tekin á árinu 2014 og kæmi til framkvæmda frá og með árinu 2015. Samhliða því að samkomulagið var framlengt var útsvarshlutfall sveitarfélaga hækkað tímabundið í eitt ár um 0,04% á móti samsvarandi lækkun á tekjuskattshlutfalli ríkisins. Endurmati á fjárhagslegum forsendum samkomulagsins er enn ólokið en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki nú á haustmánuðum og að hún muni fela í sér tillögu að endanlegri ákvörðun um útsvarsprósentu.

Vaxtabætur.
    Í lok árs 2010 voru gerðar margvíslegar breytingar á útreikningsreglum vaxtabóta í því skyni að draga úr fyrirsjáanlegum vexti þeirra, jafnframt því að bótunum var í meira mæli beint til þeirra fjölskyldna sem voru með lægri tekjur og eignir. Þessar reglur áttu að gilda í tvö ár, þ.e. við álagningu opinberra gjalda 2011 og 2012, en ákvæðið var síðan framlengt til ársins 2013 og aftur til ársins 2014. Að óbreyttum lögum munu því vaxtabótareglurnar færast í sitt fyrra horf um næstu áramót og við það mun stuðningur ríkissjóðs í formi vaxtabóta dreifast á fleiri fjölskyldur, þ.e. fjölskyldur sem ekki njóta bóta í dag, en á sama tíma lækka bætur þeirra fjölskyldna sem notið hafa hámarksbóta (tekjulágar og eignalitlar fjölskyldur). Í ljósi þess að nú er á vegum velferðarráðuneytisins unnið að endurskoðun á vaxtabótakerfinu og húsaleigubótakerfinu með þau áform að sameina þessi tvö kerfi í eitt húsnæðisbótakerfi er lagt til í frumvarpinu að reiknireglur og viðmiðunarfjárhæðir vaxtabótakerfisins haldist óbreyttar milli áranna 2014 og 2015.

Gjald vegna kostnaðar við rekstur Fjármálaeftirlitsins.
    Lagðar eru til breytingar á gjaldhlutföllum af álagningarstofnum skv. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sem miðað er við þegar áætluð eru gjöld sem eiga að standa undir kostnaði vegna reksturs Fjármálaeftirlitsins á grundvelli lögbundins endurmats á kostnaðarskiptingu við rekstur Fjármálaeftirlitsins, þróun álagningarstofna eftirlitsskyldra aðila og mati á kostnaðardreifingu, sbr. 2. gr. laganna. Tekjur stofnunarinnar verða 1.720 millj. kr. og hækka um 2,8% milli ára. Álagt eftirlitsgjald verður 1.637 millj. kr. árið 2015 og hækkar um 3,5% milli ára.

Sóknargjöld.
    Í frumvarpinu er lagt til að föst krónutala sóknargjalda hækki úr 750 kr. á mánuði samkvæmt gildandi lögum í 810 kr. fyrir árið 2015. Lögboðið framlag til sókna þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga breytist að öllu jöfnu í samræmi við áætlaða breytingu á meðaltekjuskattsstofni einstaklinga 16 ára og eldri, sem og fjölgun einstaklinga. Nú er hins vegar, eins og í fjárlögum fyrir árið 2014, með breytingu á lögum nr. 91/1987, gert ráð fyrir að fastsetja fjárhæð sóknargjalda.

Framlag til þjóðkirkjunnar.
    Í frumvarpinu er lagt til að skuldbinding ríkissjóðs á árinu 2015 gagnvart þjóðkirkjunni samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar muni hækka um 39,2 millj. kr. Jafnframt er gert ráð fyrir að framlag ríkissjóðs til Kristnisjóðs lækki um 1,1 millj. kr. á árinu 2015.

Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra.
    Lögð er til 2,5% hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins. Þannig verður gjaldið 10.159 kr. á hvern gjaldanda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2015 vegna tekna ársins 2014. Áætlað er að hækkunin skili ríkissjóði aukalega tæpum 50 millj. kr.

Rekstrarkostnaður hjúkrunarrýma og kostnaðarþátttaka heimilismanna.
    Lagt er til að við lög nr. 125/1999, um málefni aldraðra, bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða. Er það gert til að koma í veg fyrir að kostnaðarþátttaka heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aukist við það að tengingar við tekjur maka voru afnumdar. Jafnframt er lagt til að ákvæði til bráðabirgða VII verði framlengt. Það leiðir til þess að heimilt verður að verja fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða á árinu 2015.

Almannatryggingar.
    Lagt er til að fjárhæð frítekjumarks vegna atvinnutekna örorkulífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar og heimilisuppbótar verði sú sama á árinu 2015 og á þessu ári með framlengingu á bráðabirgðaákvæði X. Frítekjumarkið er nú 1.315.200 kr. á ári sem jafngildir 109.600 kr. á mánuði. Verði það ekki framlengt mun frítekjumark örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna lækka úr 1.315.200 kr. á ári í 328.800 kr. og leiða til lækkunar bóta hjá þeim örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem hafa atvinnutekjur yfir frítekjumarkinu. Í gangi hefur verið vinna við heildarendurskoðun almannatryggingalaga sem ekki er lokið og því er lögð til framlenging á áðurnefndu bráðabirgðaákvæði.

Atvinnuleysistryggingar.
    Tillaga til breytinga á ákvæðum laga um atvinnuleysistryggingar er lögð fram í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um lækkun útgjalda og aðhald í ríkisfjármálum. Í ljósi þess er lagt til að tímabilið sem heimilt er að greiða atvinnuleysisbætur til þeirra sem teljast tryggðir samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar verði stytt frá og með 1. janúar 2015 um sex mánuði þannig að heimilt verði að greiða atvinnuleysisbætur samtals í 30 mánuði í stað 36 mánaða. Gert er ráð fyrir að þessi breyting eigi við um alla atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins, þar á meðal þá sem þegar hafa skráð sig án atvinnu hjá Vinnumálastofnun og hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur fyrir 1. janúar 2015 þannig að þeir sem munu hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur samtals í 30–36 mánuði í desember 2014 á grundvelli laga um atvinnuleysistryggingar munu ekki eiga rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta frá og með 1. janúar 2015. Þá munu þeir sem skrá sig án atvinnu og sækja um atvinnuleysisbætur eftir 1. janúar 2015, hvort sem það er í fyrsta skipti eða viðkomandi heldur áfram að nýta fyrra tímabil skv. 29. gr. laganna, eiga rétt á atvinnuleysisbótum í samtals 30 mánuði að uppfylltum skilyrðum laganna. Hið sama mun gilda um þá atvinnuleitendur sem hafa áður verið skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun en hefja nýtt tímabil innan atvinnuleysistryggingakerfisins skv. 30. eða 31. gr. laganna 1. janúar 2015 eða síðar.
    Í samræmi við framangreint er hér jafnframt gert ráð fyrir breytingum á tilteknum ákvæðum laganna þar sem kveðið er á um biðtíma eftir atvinnuleysisbótum, sbr. X. kafla laganna, og viðurlög, sbr. XI. kafla laganna. Er þannig lagt til að komi til atvik sem lýst er í 54.–56. gr. laganna og 57.–61. gr. laganna þegar atvinnuleitandi hefur samtals fengið greiddar atvinnuleysisbætur í 24 mánuði eða lengur á sama tímabili skv. 29. gr. laganna eigi hlutaðeigandi ekki frekari rétt til atvinnuleysisbóta á því tímabili. Samkvæmt gildandi lögum er í þessu sambandi miðað við að atvinnuleitandi hafi fengið greiddar atvinnuleysisbætur í 30 mánuði eða lengur á sama tímabili skv. 29. gr. laganna. Þegar svo háttar til sem að framan er rakið öðlast sá hinn sami aftur rétt innan atvinnuleysistryggingakerfisins eftir að hafa starfað samfellt á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 24 mánuði frá því að hann fékk síðast greiddar atvinnuleysisbætur, sbr. 31. gr. laganna.
    Áætlað er að þessi breyting leiði til þess að útgjöld vegna greiðslu atvinnuleysisbóta lækki um 1.130 millj. kr. á árinu 2015 þegar tekið er mið af spá Vinnumálastofnunar frá því í maí 2014 um þróun skráðs atvinnuleysis á árinu 2015.
    Með þeim breytingum sem hér eru lagðar til er jafnframt verið að færa íslenska atvinnuleysistryggingakerfið nær því sem þekkist á öðrum Norðurlöndum að því er varðar lengd þess tímabils sem heimilt er að greiða atvinnuleysisbætur til þeirra sem teljast tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfis viðkomandi lands. Í Svíþjóð er heimilt að greiða atvinnuleysisbætur í að hámarki 300 virka daga sem samsvarar tæplega 14 mánuðum en eigi atvinnuleitandi barn undir 18 ára aldri lengist tímabilið í 450 virka daga sem samsvarar tæplega 21 mánuði. Atvinnuleitendur í Noregi sem hafa haft tekjur sem eru a.m.k. tvöfaldar lágmarksgreiðslur sem ákveðnar eru með lögum fá greiddar atvinnuleysisbætur í 104 vikur en þeir sem lægri tekjur hafa haft eiga rétt á atvinnuleysisbótum í 52 vikur eða eitt ár. Í Finnlandi eru atvinnuleysisbætur greiddar að hámarki í 500 almanaksdaga sem samsvarar rúmlega sextán mánuðum en sérreglur eru fyrir þá sem eru 60 ára og eldri og standa höllum fæti á vinnumarkaði þegar greiðslutímabili lýkur. Atvinnuleysisbætur eru greiddar samanlagt í tvö ár í Danmörku en heimilt er að dreifa greiðslunum á þrjú ár. Þó eru í gildi fram til júlí 2016 reglur um sérstakar atvinnuleysisbætur (d. midlertidig arbejdsmarkedsydelse) sem atvinnuleitendur sem hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur í tvö ár eða munu ná því fyrir 3. júlí 2016 geta fengið. Þeir sem fullnýttu rétt sinn til atvinnuleysisbóta á tímabilinu 6. janúar 2014 til og með 6. júlí 2014 geta fengið þessar bætur að hámarki í 15 mánuði en síðan styttist tíminn eftir því hvenær viðkomandi fullnýtir hefðbundinn rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Sem dæmi á sá sem lýkur rétti sínum á tímabilinu 6. janúar 2016 til og með 3. júlí 2016 einungis rétt til þessara bóta í þrjá mánuði til viðbótar framangreindum tveimur árum.

Greiðsluþátttökukerfi lyfja.
    Breytingin gerir ráð fyrir að S-merkt og leyfisskyld lyf falli undir almenna greiðsluþátttökukerfið sem gildir fyrir lyf, þ.e. að gagnvart sjúkratryggðum gildi það sama um S- merkt og leyfisskyld lyf og gildir fyrir önnur lyf sem ávísað er til notkunar utan heilbrigðisstofnana. Breytingin hefur hvorki áhrif á greiðslur vegna sjúklinga sem liggja inni á heilbrigðisstofnunum né opinber innkaup og umsýslu umræddra lyfja. Um er að ræða breytingu sem er hluti af aðhaldsráðstöfunum fjárlagafrumvarps 2015.

Greiðsla kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara (breyting á hlutfalli af álagningarstofni).
    Lögð er til breyting á 1. mgr. 5. gr. laga um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara þar sem breyta þarf því hlutfalli af álagningarstofni skv. 4. gr. laganna sem þar kemur fram. Með 1. mgr. 5. gr. laganna er lagt til grundvallar að allir gjaldskyldir aðilar skuli greiða sama hlutfall af álagningarstofni skv. 4. gr., sem eru öll útlán viðkomandi aðila í lok árs miðað við ársreikning, sbr. 1. og. 2. mgr. 4. gr. Með fyrirkomulagi þessu er leitast við að tryggja sanngjarna skiptingu rekstrarkostnaðar á milli gjaldskyldra aðila með hliðsjón af umfangi útlána hvers og eins aðila á því tímabili sem tilgreint er í 4. gr. laganna. Þannig ber sá gjaldskyldi aðili sem hefur hæst hlutfall útlána af heildarútlánum allra gjaldskyldra aðila á viðkomandi tímabili mestan kostnað vegna reksturs umboðsmanns skuldara. Sá gjaldskyldi aðili sem hefur lægst hlutfall útlána ber að sama skapi minnstan kostnað vegna rekstursins. Er þá miðað við fjárhæðir útlána en ekki fjölda þeirra.
    Samkvæmt 2. gr. laganna skal umboðsmaður skuldara gefa ráðherra skýrslu um áætlaðan rekstrarkostnað næsta almanaksárs. Í skýrslunni skulu m.a. koma fram upplýsingar um það hlutfall sem gjaldskyldir aðilar skulu greiða af álagningarstofni skv. 5. gr. laganna. Enn fremur segir í 2. gr. laganna að skýrslunni skuli fylgja álit samráðsnefndar gjaldskyldra aðila skv. 3. gr. laganna ásamt afstöðu stofnunarinnar til þess álits. Þá er mælt fyrir um að gefi niðurstaða skýrslu umboðsmanns skuldara tilefni til að breyta því hlutfalli af álagningarstofni sem gjald er miðað við skuli ráðherra, telji hann þörf á slíkum breytingum í ljósi fyrirliggjandi gagna, leggja frumvarp fyrir Alþingi þar sem lögð er til breyting gjalds skv. 5. gr. laganna. Að teknu tilliti til skýrslu umboðsmanns skuldara um áætlaðan rekstrarkostnað embættisins árið 2015, álits samráðsnefndar gjaldskyldra aðila um skýrsluna og afstöðu umboðsmanns skuldara til þess álits, sem borist hafa ráðherra í samræmi við 2. gr. laganna, er lagt til að hlutfallið af álagningarstofni skv. 4. gr. laganna sem tilgreint er í 1. mgr. 5. gr. laganna lækki úr 0,0212% í 0,0148%. Er þá miðað við að fjárheimildir umboðsmanns skuldara vegna rekstrarársins 2015 verði samtals 496,4 millj. kr. Í samræmi við 7. gr. laga um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara er við ákvörðun á hlutfalli af álagningarstofni jafnframt tekið mið af áætlaðri rekstrarafkomu ársins 2014 en þar er gert ráð fyrir að jákvæður höfuðstóll stofnunarinnar verði um 1,2 millj kr. Álagningarstofn gjaldsins nemur 3.337 millj. kr. og er því áætlað að 0,0148% af álagningarstofni skv. 4. gr. laganna nemi samtals 495,2 millj. kr.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.
    Vegna þeirrar hagræðingarkröfu sem gerð er til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að framlag til sjóðsins verði skert um 13 millj. kr. Þrátt fyrir skerðinguna eru áform um umtalsverð einskiptisframlög til framkvæmda við ferðamannastaði á árinu 2014 vegna mikils og vaxandi álags ferðamanna. Þá eru í undirbúningi áform um fjármögnun á uppbyggingu innviða ferðamannastaða til frambúðar.

Gjaldskyld losun gróðurhúsalofttegunda.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á fjárhæð losunarheimilda skv. 4. mgr. 14. gr. laga nr. 70/2012, um loftslagsmál. Í 14. gr. laganna er kveðið á um losunargjald sem lagt er á rekstraraðila starfsstöðva sem undanskildar hafa verið gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir samkvæmt greininni. Í ljósi þess að losunargjaldið hefur einkenni skatts, sbr. 2. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar, þarf að uppfæra gjaldið árlega og er því mælt fyrir um fjárhæð gjaldsins í frumvarpinu. Lagt er til að fjárhæð losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar sem á sér stað árið 2015 verði 865 kr. fyrir hvert tonn gjaldskyldrar losunar. Nauðsynlegt er að lögfesta fjárhæð losunargjalds vegna losunar á árinu 2015 í síðasta lagi 31. desember 2014 svo að rekstraraðilum starfsstöðva, sem hafa verið undanskildar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir, verði ljóst fyrir upphaf árs 2015 hver fjárhæð losunargjalds verður sem lögð verður á vegna losunar 2015.
    Í athugasemdum við 14. gr. frumvarps þess er varð að lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál, var lagt til að við ákvörðun losunargjaldsins yrði byggt á upplýsingum um markaðsverð losunarheimilda frá Intercontinental Exchange markaðnum í London (ICE) en þar fóru fram, þegar frumvarpið var lagt fram, rúmlega 90% af viðskiptum með losunarheimildir í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Fjárhæð losunargjalds var 1.338 kr. fyrir hvert tonn gjaldskyldrar losunar árið 2013 en lækkaði niður í 892 kr. fyrir hvert tonn gjaldskyldrar losunar árið 2014.
    Samkvæmt 5. mgr. 14. gr. laga um loftslagsmál skal Umhverfisstofnun fyrir 31. maí ár hvert afhenda innheimtumanni ríkissjóðs skýrslu um magn gjaldskyldrar losunar. Innheimtumaður ríkissjóðs í umdæmi starfsstöðvar skal því næst fyrir 1. júlí ár hvert leggja á og innheimta losunargjald af starfsstöðvum sem hafa verið undanþegnar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir. Samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar, um magn gjaldskyldrar losunar vegna innheimtu fyrir losun árið 2013, voru fjórar starfsstöðvar undanþegnar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir. Þrjár starfsstöðvar voru með losun umfram þann fjölda heimilda sem þeim hefði verið úthlutað endurgjaldslaust hefðu þær verið þátttakendur í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þessum starfsstöðvum bar því að greiða losunargjald sem var eftirfarandi samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar: Gjaldskyld losun fiskmjölsverksmiðju HB Granda hf. var 120 tonn CO 2 og fjárhæð losunargjalds var samkvæmt því 160.560 kr.; gjaldskyld losun fiskmjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja hf. í Vestmannaeyjum var 2.524 tonn CO 2 og fjárhæð losunargjalds var 3.377.112 kr.; gjaldskyld losun fiskmjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja hf. í Þórshöfn var 708 tonn CO 2 og fjárhæð losunargjalds var 947.304 kr.
    Til að fá traustar og hlutlægar upplýsingar um markaðsverðið var samið við KPMG ehf. um að útbúa skýrslu um meðalverð losunarheimilda á tímabilinu 1. september 2013 til 31. ágúst 2014. Í skýrslu KPMG, dags. 2. september 2014, kemur fram að meðalverð losunarheimilda á fyrrgreindu tímabili hafi verið 5,49 evrur á hvert tonn af koldíoxíði eða ígildi þess, eða 864,864 íslenskar krónur miðað við meðaltal af miðgengi evru hjá Seðlabanka Íslands á tímabilinu. Við útreikning meðalverðs var tekið mið af verðmyndun losunarheimilda í þremur mismunandi kauphöllum.
    Lagt er til að framangreindir útreikningar KPMG verði lagðir til grundvallar við ákvörðun losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar sem á sér stað árið 2015. Starfsstöðvar sem undanskildar hafa verið gildissviði viðskiptakerfisins, skv. 14. gr. laganna, skulu samkvæmt því greiða 865 kr. fyrir hvert tonn losunar gróðurhúsalofttegunda frá viðkomandi starfsstöð á tímabilinu 1. janúar 2015 til 31. desember 2015. Eins og fram kemur í athugasemdum við 14. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál, er gert ráð fyrir að gjaldið verði endurskoðað á hverju ári miðað við nýjar upplýsingar. Það þarf því fyrir lok hvers árs að breyta því ártali og þeirri fjárhæð sem fram kemur í 4. mgr. 14. gr. laganna. Með þeim hætti verður losunargjaldið sem lagt verður á vegna losunar hvers almanaksárs ljóst fyrir upphaf viðkomandi árs.
    Þá er í frumvarpinu lagt til að tekjur af sölu losunarheimilda á uppboði verði ekki markaðar til loftslagssjóðs, eins og gert er ráð fyrir í 30. gr. laganna, heldur skuli tekjurnar renna í ríkissjóð. Gert er ráð fyrir að loftslagssjóður fái fjárveitingu eftir því sem ákveðið er í fjárlögum hverju sinni.

Úrvinnslugjald á raf- og rafeindatæki.
    Í lögum nr. 63/2014, um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, sem samþykkt voru á Alþingi 16. maí 2014, var samþykkt að úrvinnslugjald yrði lagt á raf- og rafeindatæki og að Úrvinnslusjóður sjái um að tryggja söfnun og meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs sem og að ná lágmarksmarkmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindatækjaúrgangs. Í frumvarpi þessu er lögð til fjárhæð úrvinnslugjalds sem lagt verður á tiltekin raf- og rafeindatæki í formi nýs viðauka við lög um úrvinnslugjald.
    Núverandi fyrirkomulag gerir ráð fyrir skilakerfum sem innflytjendur og innlendir framleiðendur raf- og rafeindatækja eiga að vera aðilar að. Skilakerfin eru fyrir hönd þessara aðila ábyrg fyrir söfnun, meðhöndlun og endurvinnslu raf- og rafeindatækja. Innflytjendur og innlendir framleiðendur þessara tækja greiða skilakerfum samkvæmt gjaldskrám þeirra fyrir innflutning og innlenda framleiðslu til að standa undir kostnaði vegna þessa. Í breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs, sbr. lög nr. 63/2014, felst að framleiðendur og innflytjendur raf- og rafeindatækja bera ábyrgð á raf- og rafeindatækjum sem framleidd eru hér á landi eða flutt inn, sbr. 45. gr. laga um meðhöndlun úrgangs. Í ábyrgð framleiðanda og innflytjanda felst að þeir skulu fjármagna og tryggja meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs, að frátalinni söfnun til söfnunarstöðva, og fjármagna upplýsingagjöf til kaupanda um skil vöru sem og rekstur skráningarkerfis framleiðanda og innflytjanda, sem Umhverfisstofnun heldur utan um. Óheimilt verður að setja á markað, selja hér á landi eða taka til eigin nota í atvinnuskyni raf- og rafeindatæki sem falla undir þessi lög nema framleiðandi og innflytjandi þeirra greiði úrvinnslugjald. Þar sem framleiðendum og innflytjendum raf- og rafeindatækja er nú þegar gert skylt að vera aðilar að skilakerfi og greiða gjald fyrir söfnun og meðhöndlun á raf- og rafeindatækjum fela umræddar lagabreytingar ekki í sér aukna ábyrgð fyrirtækja hvað varðar þessa vöru heldur hefur núverandi fyrirkomulag verið einfaldað með því að framleiðendaábyrgðin er útfærð með álagningu úrvinnslugjalds.
    Frumvarpið byggist á tillögum stjórnar Úrvinnslusjóðs í samræmi við 3. mgr. 4. gr. laganna. Úrvinnslusjóður hefur haft samráð við hagsmunaaðila við undirbúning þessara tillagna. Í stjórn sjóðsins sitja, auk fulltrúa ráðherra umhverfis- og auðlindamála, fulltrúar tilnefndir af Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu, Félagi atvinnurekenda og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn fulltrúi eftir sameiginlegri tilnefningu Samtaka fiskvinnslustöðva og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Í 4. mgr. 4. gr. laganna kemur fram að umhverfis- og auðlindaráðherra leggur að fenginni tillögu stjórnar Úrvinnslusjóðs fram tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á fjárhæðum úrvinnslugjalds.
    Gerð var áætlun um tekjur af álagningu úrvinnslugjalds á raf- og rafeindatæki og kostnað við söfnun og úrvinnslu raf- og rafeindatækjaúrgangs sem nær til ársloka 2016. Í árslok 2016 á söfnun fyrrgreinds úrgangs að vera 45% af því magni sem sett verður á markað. Söfnun raf- og rafeindatækjaúrgangs árið 2011 var 20%. Forsendur fyrir magntölum áranna 2013–2016 byggjast á innflutningi raf- og rafeindatækja og söfnun/ráðstöfun raf- og rafeindatækjaúrgangs á árunum 2009–2012. Gert er ráð fyrir að innflutningur aukist að jafnaði um 2% milli ára til 2016. Áætlun um söfnun miðast við jafna aukningu milli ára þar til markmiðum verði náð árið 2016. Útgjöld miðast við kostnað við móttöku (kostnaður sveitarfélaga vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs), flutning innan lands og ráðstöfun til endurvinnslu eða annarrar endurnýtingar. Kostnaður vegna flutninga innan lands miðast við að raf- og rafeindatækjaúrgangur falli til í hlutfalli við fjölda íbúa eftir landshlutum og er reiknaður út frá sömu forsendum og gilda fyrir aðra vöruflokka Úrvinnslusjóðs. Einingagreiðslur fyrir ráðstöfun eru í takt við upplýsingar frá núverandi skilakerfum. Raf- og rafeindatæki taka þátt í kostnaði við rekstur Úrvinnslusjóðs í sama hlutfalli og aðrir vöruflokkar sem heyra undir lög um úrvinnslugjald og miðast við veltu. Gjaldið er ákvarðað þannig að tekjur standi undir kostnaði. Kostnaður er mishár eftir tegund raf- og rafeindatækja og tekur úrvinnslugjaldið mið af því.
    Gert er ráð fyrir að rekstrarumsvif Úrvinnslusjóðs aukist vegna álagningar úrvinnslugjalds á raf- og rafeindatæki. Eins og áður segir er framleiðendum og innflytjendum raf- og rafeindatækja nú þegar gert skylt að vera aðilar að skilakerfi og greiða gjald fyrir söfnun og meðhöndlun á þessari vöru. Er því gert ráð fyrir þessum kostnaði í vöruverði raf- og rafeindatækja til neytenda. Leiða má að því líkur að breytt fyrirkomulag þessara mála, þ.e. álagning úrvinnslugjalds á raf- og rafeindatæki, verði tilefni verðhækkana. Lög um meðhöndlun úrgangs, eins og þeim var breytt á 143. löggjafarþingi, gera nú ráð fyrir að úrvinnslugjald standi einnig undir móttöku sveitarfélaga á raf- og rafeindatækjum (tekið verður við þessum úrgangi gjaldfrjálst á söfnunarstöðvum), sérstöku skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda sem Umhverfisstofnun annast og eftirliti Umhverfisstofnunar. Auk þess má nefna að gert er ráð fyrir að nokkrar birgðir séu til staðar af raf- og rafeindatækjum sem ekki hefur verið ráðstafað en umfang þeirra er óljóst. Einnig ber að nefna að auknar kröfur um skil raf- og rafeindatækja til endurnotkunar, endurvinnslu, endurnýtingar, söfnunar og förgunar styðja hækkun úrvinnslugjalds enda fela þær í sér að leggja þarf hærra gjald á hvert innflutt kíló svo að hægt sé að ráðstafa auknu magni sem skilað er til úrvinnslu. Áætlaðar tekjur af úrvinnslugjaldi á raftæki árið 2015 eru 117 millj. kr. og 124 millj. kr. árið 2016, en þær tekjur renna í Úrvinnslusjóð.

4. Áhrif tillagna frumvarpsins á ráðstöfunartekjur, verðlag og kaupmátt.
    Erfitt er að meta af nákvæmni hvaða áhrif framangreindar tillögur hafa á einstakar efnahagsstærðir eins og ráðstöfunartekjur heimilanna, verðlag eða kaupmátt ráðstöfunartekna, sem aftur hafa áhrif á framvindu efnahagsmála enda tillögurnar mjög margvíslegar. Samanlagt eru áhrif þeirra talin mjög lítil, en þó fremur til lækkunar á ráðstöfunartekjum heimila en hitt, vegna styttingar á bótatímabili atvinnuleysisbóta. Verðlagsáhrif af upptöku úrvinnslugjalds á raftæki eru hins vegar talin óveruleg sem og umhverfisáhrif þar sem um er að ræða einföldun á skilakerfi sem þegar er til staðar.

5. Samráð.
    Við vinnslu þessa frumvarps var m.a. stuðst við drög að fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015. Við gerð þess var haft samráð við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, velferðarráðuneytið og ríkisskattstjóra.
    Efni frumvarpsins gefur ekki tilefni til að ætla að tillögur þess stangist á við stjórnarskrá eða alþjóðlegar skuldbindingar.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1., 2. og 4. gr.

    Gert er ráð fyrir því að 0,325% hlutdeild lífeyrissjóða í tekjum af almennu tryggingagjaldi til jöfnunar og lækkunar örorkubyrði lífeyrissjóða verði lækkuð árlega um 20%, og það sama eigi við á hverju ári í fimm ár þar til hlutdeildin hefur fjarað út. Framlagið verður því 0,260% á árinu 2015, 0,195% á árinu 2016, 0,130% á árinu 2017, 0,065% á árinu 2018 uns það fellur brott á árinu 2019.

Um 3. gr.

    Með ákvæðinu er frestað til 2016 hækkun á mörkun tekna til atvinnutengdra starfsendurhæfingarsjóða úr 0,0325% í 0,0975% fyrir árið 2015. Um frekari skýringar vísast til almennra athugasemda.

Um 5. gr.

    Með ákvæði þessu er lagt til að tímabundin hækkun á vaxtabótum sem að óbreyttu hefði fallið niður um næstu áramót verði framlengd um eitt ár. Því er ártalinu 2015 bætt við ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum, en það hefur að geyma ákvæði um vaxtabætur á árunum 2011, 2012, 2013 og 2014. Gert er ráð fyrir að ákvæðið komi til framkvæmda við ákvörðun á fyrirframgreiðslu vaxtabóta og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2015. Til nánari skýringar vísast í almennar athugasemdir.

Um 6., 7. og 9. gr.

    Lagt er til að sú breyting sem gerð var til bráðabirgða með lögum nr. 139/2013, um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014, þ.e. að lækka lægsta þrep tekjuskatts manna um 0,04%, úr 22,9% í 22,86% í staðgreiðslu á árinu 2014 og við álagningu á árinu 2015, verði framlengd tímabundið um eitt ár. Sama á við um þá breytingu er gerð var á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þar sem hámarksútsvar var hækkað um 0,04%, úr 14,48% í 14,52% á árinu 2014.

Um 8. gr.

    Í ákvæðinu er gert ráð fyrir lækkun gildandi álagningarhlutfalla viðskiptabanka, sparisjóða, lánafyrirtækja, greiðslustofnana, rafeyrisfyrirtækja, Lánasjóðs sveitarfélaga, rekstrarfélaga, lífeyrissjóða, Íbúðalánasjóðs og fjármálafyrirtækja sem eru undir stjórn slitastjórna. Lögð er til hækkun á fastagjaldi fagfjárfestasjóða, en að álagningarhlutföll annarra eftirlitsskyldra aðila standi í stað. Miðað er við rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2015, sem gerir ráð fyrir að kostnaður við rekstur embættisins nemi 1.987,0 millj. kr. á komandi ári. Í samræmi við 3. gr. laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi er jafnframt tekið mið af áætluðum rekstrarafgangi stofnunarinnar í árslok 2014 að frádregnum varasjóði upp á 92,8 millj. kr. Innheimtunni er samkvæmt því ætlað að skila tekjum sem svara til um 1.637 millj. kr.

Um 10. gr.

    Í greininni er lagt til að föst krónutala sóknargjalda hækki úr 750 kr. á mánuði samkvæmt gildandi lögum í 810 kr. fyrir árið 2015.

Um 11. gr.

    Í greininni er lagt til að skuldbinding ríkissjóðs á árinu 2015 gagnvart þjóðkirkjunni samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar muni hækka um 39,2 millj. kr. og að framlag ríkissjóðs til Kristnisjóðs lækki um 1,1 millj. kr. á árinu 2015.

Um 12. gr.

    Hér er lagt til að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra samkvæmt lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum, verði hækkað um 2,5%, og nemi 10.159 kr. á hvern gjaldanda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2015 vegna tekna ársins 2014.

Um 13. og 14. gr.

    Gert er ráð fyrir að við lög nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum, bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða þar sem kveðið er á um að á tímabilinu frá 1. janúar 2015 til og með 31. desember 2015 sé unnt að óska eftir því við Tryggingastofnun ríkisins að stofnunin geri samanburð á útreikningi á kostnaðarþátttöku vistmanna fyrir og eftir gildistöku laga nr. 166/2006 og laga nr. 120/2009. Með lögum nr. 166/2006 var dregið úr tengingum við tekjur maka vistmanna og þær síðar afnumdar með lögum nr. 120/2009. Sýni samanburðurinn aukna kostnaðarþátttöku vistmanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta vistunarframlag vegna ársins 2015 til samræmis við það. Sú niðurstaða sem er hagstæðari fyrir vistmanninn verður því ætíð valin við útreikning á kostnaðarþátttöku hans og útreikning vistunarframlags frá Tryggingastofnun ríkisins. Hér er um framlengingu á sams konar ákvæði að ræða. Gildandi ákvæði um heimild til samanburðar á útreikningi á kostnaðarþátttöku vistmanna samkvæmt eldri og yngri lögum, sbr. ákvæði til bráðabirgða VI, rennur út 31. desember 2014.
    Þá er lögð til framlenging á gildistíma ákvæðis til bráðabirgða VII þar sem kveðið er á um að Framkvæmdasjóður aldraðra hafi tímabundna heimild til að kosta rekstur hjúkrunarrýma aldraðra. Ástæða þessara ráðstafana er fjárhagsvandi ríkissjóðs og sparnaðarkrafa fjárlagaheimilda.

Um 15. gr.

    Lögð er til framlenging á 14. tölul. ákvæðis til bráðabirgða út árið 2015 en að öðrum kosti hefði það runnið sitt skeið í lok árs 2014. Ákvæðið kveður á um það að þrátt fyrir ákvæði laganna skuli örorkulífeyrisþegi hafa 1.315.200 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar. Um frekari skýringar vísast til almennra athugasemda.

Um 16.–18. gr.

    Lagt er til að tímabilið sem heimilt er að greiða atvinnuleysisbætur til þeirra sem teljast tryggðir samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar verði stytt frá og með 1. janúar 2015 um sex mánuði þannig að heimilt verði að greiða atvinnuleysisbætur samtals í 30 mánuði í stað 36 mánaða. Þá er í samræmi við framangreint jafnframt gert ráð fyrir breytingum á tilteknum ákvæðum laganna þar sem kveðið er á um biðtíma eftir atvinnuleysisbótum, sbr. X. kafla laganna, og viðurlög, sbr. XI. kafla laganna. Um frekari skýringar vísast til almennra athugasemda.

Um 19. gr.

    Lagt er til að útgjöld vegna S-merktra og leyfisskyldra lyfja falli undir hið almenna greiðsluþátttökukerfi lyfja eins og gildir fyrir önnur lyf sem ávísað er til notkunar utan heilbrigðisstofnana.

Um 20. gr.

    Lögð er til breyting á því hlutfalli af álagningarstofni skv. 4. gr. laga nr. 166/2011, um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, sem miðað er við þegar gjald sem ætlað er að standa undir kostnaði vegna reksturs umboðsmanns skuldara er lagt á gjaldskylda aðila, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Um frekari skýringar vísast til almennra athugasemda.

Um 21. gr.

    Í fjárlögum 2014 er gerð 9 millj. kr. hagræðingarkrafa til sjóðsins og í fjárlagafrumvarpi 2015 er krafan aukin um 4 millj. kr. Í samræmi við það er gert ráð fyrir því að hlutdeild Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða í tekjum af gistináttaskatti á árinu 2015 skerðist um 13 millj. kr.

Um 22. gr.

    Lagt er til að fjárhæð losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar skv. 4. mgr. 14. gr. verði breytt til samræmis við breytingar á meðalverði losunarheimilda á Evrópska efnahagssvæðinu eins og það er á árstímabili sem lýkur 31. ágúst árið áður. Um nánari skýringar vísast til almennra athugasemda.

Um 23. og 24. gr.

    Í frumvarpinu er lagt til að tekjur af sölu losunarheimilda á uppboði verði ekki markaðar til loftslagssjóðs, eins og gert er ráð fyrir í 30. gr. laganna, heldur skuli tekjurnar renna í ríkissjóð. Gert er ráð fyrir að loftslagssjóður fái fjárveitingu eftir því sem ákveðið er í fjárlögum hverju sinni.

Um 25. gr.

    Ákvæðin þarfnast ekki skýringar.

Um 26. gr.

    Í greininni er lagt til að nýr viðauki bætist við lögin sem hafi að geyma þau tollskrárnúmer sem úrvinnslugjald er lagt á og upphæð þess.

Um 27. gr.

    Í ákvæðinu er bætt við tilvísun til nýs viðauka í lögum um úrvinnslugjald um raf- og rafeindatæki í lög um meðhöndlun úrgangs.

Um 28. gr.

    Ákvæðið fjallar um gildistöku og þarfnast ekki skýringar.


Fylgiskjal.


Fjármála- og efnahagsráðuneyti,
skrifstofa opinberra fjármála:


Umsögn um frumvarp til laga ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2015.

    Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum, sem snúa að tekju- eða gjaldahlið ríkissjóðs, í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2015. Samhliða þessu frumvarpi verður lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjald, auk mótvægisaðgerða í formi breytinga á ákvæðum tekjuskattslaga um barnabætur. Eins og sjá má í eftirfarandi töflu er gert ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs muni batna um 2,1 mia.kr., frá því sem annars hefði orðið, verði þetta frumvarp að lögum. Hér á eftir er gerð nánari grein fyrir fjárhagsáhrifum frumvarpsins vegna einstakra lagabreytinga.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    1) Lögð er til framlenging á ákvæði laga um tryggingagjald sem kveður á um að starfsendurhæfingarsjóðir fái ekki tekjur af almennu tryggingagjaldi á árinu 2015. Sambærilegt ákvæði hefur verið í gildi fyrir árin 2013 og 2014. Miðað við núgildandi tryggingagjaldsstofn mundi 0,13% hlutdeild fela í sér 1,3 mia.kr. framlag úr ríkissjóði á ári en með þessari breytingu er komið í veg fyrir að þau falli til á árinu 2015. Verði frumvarpið að lögum mun afkoma ríkissjóðs því verða um 1,3 mia.kr. betri en ella hefði orðið.
    2) Gert er ráð fyrir að 0,325% hlutdeild almennra lífeyrissjóða í tekjum af almennu tryggingagjaldi til jöfnunar og lækkunar örorkubyrði lífeyrissjóða verði lækkuð árlega um 20%, næstu fimm árin eða þar til hlutdeildin hefur fjarað út. Framlagið verður samkvæmt því 0,260% á árinu 2015, 0,195% á árinu 2016, 0,130% á árinu 2017, 0,065% á árinu 2018 uns það fellur brott á árinu 2019. Á sínum tíma þegar þessi hlutdeild lífeyrissjóðanna var lögfest var tryggingagjaldið ekki hækkað heldur lækkaði hlutdeild almannatrygginga í tekjustofninum í sama mæli. Áhrif þessarar breytingar fela í sér 312 m.kr. útgjaldalækkun fyrir ríkissjóð frá fjárlögum 2014.
    3) Gert er ráð fyrir að sú breyting sem gerð var til bráðabirgða með lögum nr. 139/2013, um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014, þ.e. að lækka lægsta þrep tekjuskatts um 0,04%, úr 22,9% í 22,86% í staðgreiðslu á árinu 2014 og við álagningu á árinu 2015, verði framlengd tímabundið um eitt ár að svo stöddu til samræmis við tekjuhlið frumvarpsins. Sama á við um þá breytingu sem gerð var á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þar sem hámarksútsvar var hækkað um 0,04%, úr 14,48% í 14,52% á árinu 2014. Að óbreyttum lögum er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs hefðu aukist um 460 m.kr. Verði frumvarpið að lögum mun afkoma ríkissjóðs því versna um 460 m.kr. frá því sem ella hefði orðið.
    4) Lagt er til að tímabundin hækkun á vaxtabótum, sem að óbreyttu hefði fallið niður um næstu áramót, verði framlengd um eitt ár. Gert er ráð fyrir að ákvæðið komi til framkvæmda við ákvörðun á fyrirframgreiðslu vaxtabóta og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2015 og munu reiknireglur og viðmiðunarfjárhæðir vaxtabótakerfisins haldast óbreyttar milli áranna 2014 og 2015. Ef tímabundin hækkun á hámarksfjárhæðum vaxtabóta og lækkun á skerðingarmörkum vegna eigna hefði fallið niður að óbreyttum lögum mundu áhrifin á ríkissjóð fela í sér 800 m.kr. í aukin útgjöld á árinu 2015. Verði frumvarpið að lögum mun afkoma ríkissjóðs því batna sem því nemur frá því sem annars hefði orðið.
    5) Vegna álagðra gjalda sem renna til reksturs Fjármálaeftirlitsins er lögð til lækkun á gildandi álagningarhlutföllum viðskiptabanka, sparisjóða, lánafyrirtækja, greiðslustofnana, rafeyrisfyrirtækja, Lánasjóðs sveitarfélaga, rekstrarfélaga, lífeyrissjóða, Íbúðalánasjóðs og fjármálafyrirtækja sem eru undir stjórn slitastjórna. Lögð er til hækkun á fastagjaldi fagfjárfestasjóða en að álagningarhlutföll annarra eftirlitsskyldra aðila standi í stað. Miðað er við rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2015, sem gerir ráð fyrir að kostnaður við rekstur stofnunarinnar nemi 1.987 m.kr. á komandi ári. Í samræmi við 3. gr. laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi er jafnframt tekið mið af áætluðum rekstrarafgangi stofnunarinnar í árslok 2014 að frádregnum varasjóði upp á 92,8 m.kr. Innheimtunni er samkvæmt því ætlað að skila tekjum sem svara til um 1.636,9 m.kr. Tekjur af eftirlitsgjaldinu eru markaðar Fjármálaeftirlitinu og renna því til stofnunarinnar en gert er ráð fyrir að þær hækki um 55,5 m.kr. frá fjárlögum 2014. Verði frumvarpið að lögum mun þessi breyting því ekki hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs.
    6) Gert er ráð fyrir að sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri til safnaða og trúfélaga hækki úr 750 kr. á mánuði, samkvæmt gildandi lögum, í 810 kr. fyrir árið 2015. Lögboðið framlag til sókna þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga breytist að öllu jöfnu í samræmi við áætlaða breytingu á meðaltekjuskattsstofni einstaklinga 16 ára og eldri, sem og fjölgun einstaklinga. Nú er hins vegar, eins og í fjárlögum fyrir árið 2014, með breytingu á lögum nr. 91/1987, gert ráð fyrir að fastsetja fjárhæð sóknargjalda í samræmi við áform innanríkisráðuneytisins um að draga til baka hluta af aðhaldskröfum til trúfélaga og safnaða í fjárlögum fyrri ára. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir samtals 2.813,5 m.kr. framlagi á fjárlagaliðum 06-705 Kirkjumálasjóður, 06-735 Sóknargjöld og 06-736 Jöfnunarsjóður sókna að teknu tilliti til almennra aðhaldskrafna í forsendum frumvarpsins. Miðað við að sóknargjaldið væri óbreytt, þ.e. 750 kr., þá hækkar framlagið samkvæmt þessari tillögu um 208 m.kr. frá því sem annars hefði orðið. Að teknu tilliti til tímabundinna framlaga sem veitt eru í fjárlögum ársins 2014 til viðbótar við útreiknuð sóknargjöld nemur heildarhækkunin 124,7 m.kr. frá fjárlögum 2014. Heildarfjárhæð sóknargjaldsins skiptist á milli framangreindra fjárlagaliða samkvæmt gildandi lögum.
    7) Samkvæmt lögum nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, skal framlag ríkisins til kirkjunnar fara samkvæmt samkomulagi sem gert var milli þessara aðila árið 1997. Í frumvarpinu er lagt til að það framlag til þjóðkirkjunnar muni hækka um 39,2 m.kr. og verða 1.486,9 m.kr. á næsta ári að teknu tilliti til almennra aðhaldskrafna í forsendum frumvarpsins. Jafnframt er gert ráð fyrir að framlag ríkissjóðs til Kristnisjóðs lækki um 1,1 m.kr. á árinu 2015 og verði 72 m.kr.
    8) Gert er ráð fyrir 2,5% hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins. Þannig verður gjaldið 10.159 kr. á hvern gjaldanda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2015 vegna tekna ársins 2014. Áætlað er að hækkunin skili sjóðnum aukalega tæpum 50 m.kr.
    9) Lagt er til að í lög um málefni aldraðra verði bætt nýju ákvæði til bráðabirgða. Er það gert til að koma í veg fyrir að kostnaðarþátttaka heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aukist við það að tengingar við tekjur maka voru afnumdar. Að óbreyttum lögum má áætla að útgjöld ríkissjóðs hefðu lækkað um 200 m.kr. vegna þessa. Jafnframt er lagt til að ákvæði til bráðabirgða VII verði framlengt. Það leiðir til þess að áfram verður heimilt að verja fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að standa straum af rekstrarkostnaði hjúkrunarrýma fyrir aldraða á árinu 2015 eins og verið hefur undanfarin ár. Verði frumvarpið að lögum munu útgjöld ríkissjóðs því aukast um 200 m.kr. frá því sem annars hefði orðið vegna þessara ákvæða.
    10) Gert er ráð fyrir að fjárhæð frítekjumarks vegna atvinnutekna örorkulífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar og heimilisuppbótar verði sú sama á árinu 2015 og á þessu ári með framlengingu á bráðabirgðaákvæði X. Frítekjumarkið er nú 1.315.200 kr. á ári sem jafngildir 109.600 kr. á mánuði. Verði það ekki framlengt mun frítekjumark örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna lækka úr 1.315.200 kr. á ári í 328.800 kr. og leiða til lækkunar bóta hjá þeim örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum sem hafa atvinnutekjur yfir frítekjumarkinu. Að óbreyttu ákvæði hefðu útgjöldin lækkað um 1 mia.kr. á árinu 2015. Verði frumvarpið að lögum mun afkoma ríkissjóðs því versna um 1 mia.kr. frá því sem ella hefði orðið.
    11) Lagt er til að tímabilið sem heimilt er að greiða atvinnuleysisbætur til þeirra sem teljast tryggðir samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar verði stytt frá og með 1. janúar 2015 um sex mánuði þannig að heimilt verði að greiða atvinnuleysisbætur samtals í 30 mánuði í stað 36 mánaða. Þá er í samræmi við framangreint jafnframt gert ráð fyrir breytingum á tilteknum ákvæðum laganna þar sem kveðið er á um biðtíma eftir atvinnuleysisbótum og viðurlög. Áætlað er að þessi breyting leiði til þess að útgjöld vegna greiðslu atvinnuleysisbóta lækki um 1.130 m. kr. á árinu 2015 í samræmi við spá Vinnumálastofnunar um þróun skráðs atvinnuleysis á árinu 2015.
    12) Lagt er til að útgjöld vegna S-merktra og leyfisskyldra lyfja falli undir hið almenna greiðsluþátttökukerfi lyfja eins og gildir fyrir önnur lyf sem ávísað er til notkunar utan heilbrigðisstofnana. Breytingin hefur hvorki áhrif á greiðslur vegna sjúklinga sem liggja inni á heilbrigðisstofnunum né opinber innkaup og umsýslu umræddra lyfja. Áætlað er að þetta muni leiða til 145 m.kr. útgjaldalækkunar fyrir ríkissjóð.
    13) Lögð er til breyting á því hlutfalli af álagningarstofni, samkvæmt ákvæðum laga um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, sem miðað er við þegar gjald sem ætlað er að standa undir kostnaði vegna reksturs umboðsmanns skuldara er lagt á gjaldskylda aðila. Lagt er til að hlutfallið af álagningarstofni lækki úr 0,0212% í 0,0148%. Er þá miðað við að fjárheimildir umboðsmanns skuldara vegna rekstrarársins 2015 verði samtals 496,4 m.kr. Í samræmi við ákvæði laganna er við ákvörðun á hlutfalli af álagningarstofni jafnframt tekið mið af áætlaðri rekstrarafkomu ársins 2014 en þar er gert ráð fyrir að jákvæður höfuðstóll stofnunarinnar verði um 1,2 m.kr. Álagningarstofn gjaldsins nemur 3.337 m.kr. og er því áætlað að 0,0148% af álagningarstofni skv. 4. gr. laganna nemi samtals 495,2 m.kr. Verði frumvarpið að lögum er því ekki gert ráð fyrir að breytingin muni hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs.
    14) Gert er ráð fyrir að vegna þeirrar almennu aðhaldskröfu sem gerð er í fjárlagafrumvarpinu hækki framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um 13 m.kr. minna en ella hefði orðið. Í fjárlögum 2014 var gerð 9 m.kr. hagræðingarkrafa til sjóðsins og í fjárlagafrumvarpi 2015 er krafan aukin um 4 m.kr. Í samræmi við það er gert ráð fyrir því að hlutdeild Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða í tekjum af gistináttaskatti á árinu 2015 skerðist um 13 m.kr. Í þessu sambandi er einnig litið til þess að áformað er að veita umtalsverð viðbótarframlög til framkvæmda við ferðamannastaði á árinu 2014 vegna mikils og vaxandi álags ferðamanna. Þá eru í undirbúningi áform um stóraukna fjármögnun á uppbyggingu innviða ferðamannastaða til frambúðar.
    15) Lagt er til að fjárhæð losunargjalds vegna gjaldskyldrar losunar verði lækkuð úr 892 kr. í 865 kr. til samræmis við breytingar á meðalverði losunarheimilda á Evrópska efnahagssvæðinu eins og það er á árstímabili sem lýkur 31. ágúst árið áður. Gert er ráð fyrir að sú breyting muni hafa óveruleg áhrif á tekjur ríkissjóðs. Þá er í frumvarpinu lagt til að tekjur af sölu losunarheimilda á uppboði verði ekki markaðar til Loftslagssjóðs heldur skuli þær renna í ríkissjóð en samkvæmt ákvæði í gildandi lögum skal helmingur af tekjunum renna til sjóðsins. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 300 m.kr. tekjum af sölu losunarheimilda og mun því afkoma ríkissjóðs batna um 150 m.kr. frá því sem annars hefði orðið miðað við að þeim fjármunum hefði verið varið í ný útgjöld.
    16) Gert er ráð fyrir að nýr viðauki bætist við lög um úrvinnslugjald sem hafi að geyma þau tollskrárnúmer sem úrvinnslugjald er lagt á og upphæð þess. Þá er lagt til að við ákvæði laga um meðhöndlun úrgangs verði bætt tilvísun til nýs viðauka í lögum um úrvinnslugjald um raf- og rafeindatæki. Áætlað er að tekjur af úrvinnslugjaldi á raftæki nemi 117 m.kr. árið 2015 og 124 m.kr. árið 2016 og er gert ráð fyrir að tekjurnar renni í Úrvinnslusjóð. Breytingin mun því ekki hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs.
    Þær ráðstafanir sem lagðar eru til í þessu frumvarpi gera ráð fyrir að afkoma ríkissjóðs batni að öllu samanlögðu um 2,1 mia.kr. frá því sem hefði orðið að óbreyttu. Þær eru í samræmi við forsendur sem settar hafa verið fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir að kostnaðarauki í skattkerfinu við að koma þessum breytingum í framkvæmd verði ekki verulegur og eigi að rúmast innan fjárheimilda fjármála- og efnahagsráðuneytisins.