Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 174  —  167. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um endurskoðun lagaákvæða um notkun þjóðfánans.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.

    Hvernig gengur vinna við endurskoðun lagaákvæða um notkun þjóðfánans við markaðssetningu á vörum, sbr. frumvarp sem vísað var til ríkisstjórnarinnar í vor (13. mál á 143. löggjafarþingi)? Hvað hefur þegar verið gert og hvaða vinna er áformuð?


Skriflegt svar óskast.