Ferill 136. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 328  —  136. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur um
framlög ríkisaðila til félagasamtaka.


     1.      Hvaða ríkisaðilar sem heyra undir ráðherra eru aðilar að félagasamtökum og að hversu miklum hluta? Hversu mikið hafa ríkisaðilarnir greitt í þau félagasamtök á árunum 2007–2013 í formi félagsgjalda eða með annars konar framlagi? Svar óskast sundurliðað eftir ríkisaðila, félagasamtökum og almanaksári.
    Aðeins einn ríkisaðili, sem heyrir undir utanríkisráðherra, Íslandsstofa, er aðili að félagasamtökum. Íslandsstofa, sem stofnuð var árið 2010, greiðir árgjald til eftirfarandi viðskiptaráða: Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins, Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins, Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins, Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins, Bresk-íslenska viðskiptaráðsins, Fransk- íslenska viðskiptaráðsins, Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins og Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins.
    Greiðslur voru eftirfarandi eftir árum:
         2014     175.000 kr.
         2013     170.000 kr.
         2012     170.000 kr.
         2011     150.000 kr.
         2010     150.000 kr.
    Einnig greiðir Íslandsstofa árgjald til Staðlaráðs Íslands. Greiðslur til þess voru eftirfarandi eftir árum:
         2014     93.000 kr.
         2013     87.000 kr.
         2012     82.000 kr.
         2011     77.000 kr.
         2010     55.000 kr.

     2.      Hvers konar aðhaldi og eftirliti hefur hver og einn ríkisaðili beitt til að tryggja að framlagi hans sé varið í samræmi við tilgang félagasamtakanna á árunum 2007–2013?
    Fulltrúi Íslandsstofu situr fundi viðskiptaráðanna og Staðlaráðs og hefur þannig eftirlit með að framlagi sé varið í samræmi við tilgang samtakanna.

     3.      Hver félagasamtakanna hafa ákvæði í lögum sínum um að reikningar þeirra séu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda, skoðaðir af félagslegum skoðunarmönnum eða með öðrum hætti? Eru einhver þeirra með engin slík ákvæði?
    Viðskiptaráðin og Staðlaráð eru öll endurskoðuð af löggiltum endurskoðanda.