Ferill 142. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 472  —  142. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur
um framlög ríkisaðila til félagasamtaka.


     1.      Hvaða ríkisaðilar sem heyra undir ráðherra eru aðilar að félagasamtökum og að hversu miklum hluta? Hversu mikið hafa ríkisaðilarnir greitt í þau félagasamtök á árunum 2007–2013 í formi félagsgjalda eða með annars konar framlagi? Svar óskast sundurliðað eftir ríkisaðila, félagasamtökum og almanaksári.
    Við vinnslu svars við fyrirspurninni leitaði ráðuneytið upplýsinga hjá eftirfarandi stofnunum sem fram koma í töflunum hér á eftir:

Framlög Fiskistofu til félagasamtaka.

Félagasamtök 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 4.500 5.000 5.000 5.000 6.000 7.000 10.000 42.500
Skýrslutæknifélag Íslands 37.500 37.600 37.600 37.600 37.600 47.200 47.200 282.300
Staðlaráð Íslands 100.000 100.000 110.000 110.000 110.000 118.000 125.000 773.000
Flóra, félag mann- auðsstjóra á Íslandi 15.000 15.000 15.000 45.000
Lögmannafélag Íslands 51.500 51.500 41.500 144.500
Stjórnvísi 30.500 30.500 49.280 49.280 49.280 49.280 49.280 307.400
Europian Aquaculture Society 14.888 14.888
Atlantic Salmon Federation 6.522 7.762 14.284
Stangaveiðifélag Reykjavíkur 8.000 8.000
Félag mannauðsstjóra ríkisins 10.000
172.500 173.100 209.880 208.402 292.030 287.980 297.980 1.631.872

Framlög Hafrannsóknastofnunar til félagasamtaka.

Félagasamtök 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 4.500 4.500 5.000 5.000 6.000 7.000 10.000 42.000
EFARO (European Fish- eries and Aquaculture Research Organisation) 265.520 297.529 537.152 632.084 549.896 575.038 577.946 3.435.165
270.020 302.029 542.152 637.084 555.896 582.038 587.946 3.477.165

Framlög Matvælastofnunar til félagasamtaka.

Félagasamtök

2007

2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 0 0 0 0 6.000 7.000 10.000 23.000

Framlög Veiðimálastofnunar til félagasamtaka.

Félagasamtök 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 4.500 5.000 5.000 5.000 6.000 7.000 10.000 37.500

Framlög Matís ohf. til félagasamtaka.

Félagasamtök 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals
Samtök atvinnulífsins 0 1.005.813 1.679.695 1.872.050 1.678.610 1.752.175 1.963.603 9.951.946
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 3.800 0 5.000 0 6.000 7.000 10.000 31.800
3.800 1.005.813 1.684.695 1.872.050 1.684.610 1.759.175 1.973.603 9.983.746

Framlög Skrifstofu rannsóknastofnana atvinnuveganna til félagasamtaka.

Félagasamtök 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 4.500 5.000 0 5.000 6.000 7.000 10.000 37.500

Framlög Byggðastofnunar til félagasamtaka.

Félagasamtök 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 0 0 5.000 5.000 6.000 7.000 10.000 33.000


     2.      Hvers konar aðhaldi og eftirliti hefur hver og einn ríkisaðili beitt til að tryggja að framlagi hans sé varið í samræmi við tilgang félagasamtakanna á árunum 2007–2013?

Fiskistofa.
    Fiskistofa eða einstakir starfsmenn hennar eru virkir aðilar að félagasamtökunum, sitja stjórnarfundi eða eiga sæti í ýmsum vinnuhópum og fylgjast þannig með að starfsemi þeirra sé í samræmi við tilgang viðkomandi félags eða samtaka.

Hafrannsóknastofnun.
    Á ársfundi EFARO eru lagðir fram reikningar af gjaldkera samtakanna og löggiltir endurskoðendur fara yfir reikninga árlega. Þá eru fagleg málefni samtakanna rædd á ársfundum og stjórn samtakanna og gert grein fyrir í þeim skýrslum og framlögðum gögnum.

Matvælastofnun.
    Matvælastofnun er virkur aðili að Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sækir fundi þess og fylgist þannig með að starfsemin sé í samræmi við tilgang félagsins.

Veiðimálastofnun.
    Veiðimálastofnun er virkur aðili að Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sækir fundi þess og fylgist þannig með að starfsemin sé í samræmi við tilgang félagsins.

Matís ohf.
    Matís eða einstakir starfsmenn félagsins eru virkir aðilar að félagasamtökunum, sækja fundi þeirra og/eða eiga sæti í vinnuhópum og fylgjast þannig með að starfsemi þeirra sé í samræmi við tilgang viðkomandi félags eða samtaka.
    Almennt er Matís með fastmótað aðhald á öllum rekstrarkostnaði fyrirtækisins og fer reglulega yfir og ber saman raunkostnað við áætlaðan kostnað. Ef það kæmi í ljós að kostnaðarliðir eins og þessir fara ekki í það að tryggja hag fyrirtækisins eða styðja við öflun tekna þess, þá yrði slíkur kostnaður látinn falla niður og félagsaðild sagt upp.

Skrifstofa rannsóknastofnanna atvinnuveganna.
    Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna er virkur aðili að Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sækir fundi þess og fylgist þannig með að starfsemin sé í samræmi við tilgang félagsins.

Byggðastofnun.
    Byggðastofnun er virkur aðili að Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sækir fundi þess og fylgist þannig með að starfsemin sé í samræmi við tilgang félagsins.

     3.      Hver félagasamtakanna hafa ákvæði í lögum sínum um að reikningar þeirra séu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda, skoðaðir af félagslegum skoðunarmönnum eða með öðrum hætti? Eru einhver þeirra með engin slík ákvæði?

Fiskistofa.
    –         Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Í lögum félagsins er gert ráð fyrir að reikningar séu endurskoðaðir. Á aðalfundi sem haldinn er fyrir lok maí á hverju ári eru kosnir tveir endurskoðendur félagsreikninga og jafnmargir til vara.
    –         Skýrslutæknifélag Íslands. Í samþykktum félagsins er kveðið á um kosningu tveggja skoðunarmanna ársreiknings. Ársreikningur er unninn af löggiltum endurskoðanda.
    –         Staðlaráð Íslands. Í starfsreglum ráðsins er kveðið á um að reikningar séu skoðaðir af félagslegum skoðunarmönnum.
    –         Flóra, félag mannauðsstjóra á Íslandi. Í lögum félagsins er gert ráð fyrir að kosnir séu tveir skoðunarmenn reikninga.
    –         Lögmannafélag Íslands. Í samþykktum félagsins er kveðið á um skoðunarmenn en samkvæmt upplýsingum félagsins fara löggiltir endurskoðendur einnig yfir reikninga þess.
    –         Stjórnvísi. Í lögum Stjórnvísi er kveðið á um kosningu skoðunarmanna.
    –         European Aquaculture Society. Upplýsingar liggja ekki fyrir.
    –         Atlantic Salmon Federation. Upplýsingar liggja ekki fyrir.
    –         Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Í lögum félagsins er kveðið á um tvo skoðunarmenn reikninga félagsins og einn til vara.
    –         Félag mannauðsstjóra ríkisins. Í lögum félagsins er gert ráð fyrir kosningu tveggja skoðunarmanna.

Hafrannsóknastofnun.
     Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Í lögum félagsins er gert ráð fyrir að reikningar séu endurskoðaðir. Á aðalfundi sem haldinn er fyrir lok maí á hverju ári eru kosnir tveir endurskoðendur félagsreikninga og jafnmargir til vara.
    EFARO hefur ákvæði um endurskoðendur reikninga.

Matvælastofnun.
     Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Í lögum félagsins er gert ráð fyrir að reikningar séu endurskoðaðir. Á aðalfundi sem haldinn er fyrir lok maí á hverju ári eru kosnir tveir endurskoðendur félagsreikninga og jafnmargir til vara.

Veiðimálastofnun.
     Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Í lögum félagsins er gert ráð fyrir að reikningar séu endurskoðaðir. Á aðalfundi sem haldinn er fyrir lok maí á hverju ári eru kosnir tveir endurskoðendur félagsreikninga og jafnmargir til vara.

Matís ohf.
     Samtök atvinnulífsins. Í samþykktum Samtaka atvinnulífsins er kveðið á um að ársreikningar skuli endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda.
     Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Í lögum félagsins er gert ráð fyrir að reikningar séu endurskoðaðir. Á aðalfundi sem haldinn er fyrir lok maí á hverju ári eru kosnir tveir endurskoðendur félagsreikninga og jafnmargir til vara.

Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna.
     Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Í lögum félagsins er gert ráð fyrir að reikningar séu endurskoðaðir. Á aðalfundi sem haldinn er fyrir lok maí á hverju ári eru kosnir tveir endurskoðendur félagsreikninga og jafnmargir til vara.

Byggðastofnun.
     Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Í lögum félagsins er gert ráð fyrir að reikningar séu endurskoðaðir. Á aðalfundi sem haldinn er fyrir lok maí á hverju ári eru kosnir tveir endurskoðendur félagsreikninga og jafnmargir til vara.