Ferill 399. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 703  —  399. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur
um skiptingu skuldaniðurfærslu eftir landshlutum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvernig skiptist heildarfjárhæðin sem varið verður til niðurfærslu verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga milli framteljenda í mismunandi landshlutum? Svar óskast sundurliðað eftir kjördæmaskipaninni 1959–1999.
     2.      Hver er meðalfjárhæð skuldaniðurfærslunnar á framteljanda í hverjum framangreindra landshluta?
     3.      Hvernig skiptist heildarfjárhæðin sem varið verður til lækkunar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga milli framteljenda í þéttbýli annars vegar og dreifbýli hins vegar?
     4.      Hver er meðalfjárhæð skuldaniðurfærslunnar á framteljanda í þéttbýli annars vegar og dreifbýli hins vegar?


    Ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi ítarlega skýrslu um niðurstöður höfuðstólslækkunar húsnæðislána þar sem m.a. verður fjallað um þau atriði sem spurt er um í þessari fyrirspurn. Skýrslan mun byggjast á stöðu úthlutunar eins og hún verður við lok samþykkisfrests á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar en eins og er vantar of mikið upp á endanlegar niðurstöður til að skynsamlegt sé að draga nægilega marktækar ályktanir um þetta mál. Reiknað er með því að skýrslan verði tilbúin og kynnt á vorþingi.