Ferill 368. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 775  —  368. mál.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um heimild til endurupptöku vegna látinna dómþola
í máli Hæstaréttar nr. 214/1978.

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið eftir að allsherjar- og menntamálanefnd vísaði því til hennar með vísan til 3. mgr. 23. gr. laga um þingsköp Alþingis.
    Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd flutti málið og var því vísað til allsherjar- og menntamálanefndar eftir 1. umræðu. Formenn nefndanna telja nú að málið eigi fremur heima í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með vísan til þess að hér er um að ræða einstakt mál sem varðar í grundvallaratriðum eftirlit með framkvæmdarvaldinu og meðferð á rannsóknar- og valdheimildum.
    Með frumvarpinu er lagt til að réttur til að leggja fram beiðni um endurupptöku færist til nánar tilgreindra nákominna skyldmenna látinna dómþola í málinu.
    Nefndin tekur fram að settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur fengið frest fram í janúar til að skila umsögn sinni um endurupptökubeiðni tveggja dómþola í því máli. Nefndin telur nauðsynlegt að heimild látinna skyldmenna tveggja dómþola verði lögfest áður en sá frestur rennur út til þess að settur saksóknari geti tekið afstöðu til málsins óski eftirlifendur dómþolanna tveggja eftir því.
    Nefndin leggur til að málið verði samþykkt.
    Brynhildur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi er samþykk álitinu.

Alþingi, 16. desember 2014.

Ögmundur Jónasson,
form., frsm.
Brynjar Níelsson. Birgitta Jónsdóttir.
Helgi Hjörvar. Karl Garðarsson. Pétur H. Blöndal.
Sigrún Magnúsdóttir. Valgerður Bjarnadóttir. Willum Þór Þórsson.