Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 785  —  1. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur
og Brynhildi Pétursdóttur.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Tillaga
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
Við 02-999 Ýmislegt
a. 1.98 Ýmis framlög mennta-
    og menningarmálaráðuneytis
251,1 18,0 269,1
b. Greitt úr ríkissjóði
261,3 18,0 279,3

Greinargerð.

    Tillaga þessi er tvíþætt. Annars vegar er gerð tillaga um 15 m.kr. framlag til aðgerðaáætlunar um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni, sbr. þingsályktun sem samþykkt var í vor (268. mál á 143. þingi). Hins vegar er gerð tillaga um 3 m.kr. framlag til framkvæmdar þingsályktunar frá árinu 2010 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis (383. mál á 138. þingi).