Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 787  —  1. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur
og Brynhildi Pétursdóttur.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Tillaga
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
Við 02-210 Háskólinn á Akureyri
a. 1.01 Háskólinn á Akureyri
2.121,7 -30,0 2.091,7
b. 1.03 Rannsóknarmisseri, stjórnsýsla
    og stoðþjónusta
0,0 30,0 30,0

Greinargerð.

    Við 2. umræðu var samþykkt tillaga frá meiri hluta fjárlaganefndar um 30 millj. kr. framlag til Háskólans á Akureyri sem skiptist þannig að 20 millj. kr. færu til eflingar kennslu í heimskautarétti en 10 millj. kr. yrði varið til rannsóknarmissera fastráðinna kennara.
    Hér er hins vegar lagt til að 30 millj. kr. framlagið renni allt til að auðvelda skólanum að fjármagna rannsóknarmisseri fastráðinna kennara, ýmsa stjórnsýslu og stoðþjónustu.