Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 797  —  1. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Tillaga
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
1. Við 09-990 Ríkisstjórnarákvarðanir
a. 1.10 Til ráðstöfunar samkvæmt
    ákvörðun ríkisstjórnarinnar
159,0 -15,0 144,0
b. Greitt úr ríkissjóði
159,0 -15,0 144,0
2. Við 14-212 Vatnajökulsþjóðgarður
a. 6.41 Framkvæmdir 108,2 15,0 123,2
b. Greitt úr ríkissjóði
387,5 15,0 402,5

Greinargerð.

    Gerð er tillaga um 15 millj. kr. tímabundna millifærslu, af liðnum 09-990 Ríkisstjórnarákvarðanir á liðinn 14-212 Vatnajökulsþjóðgarður, til framkvæmda við gestastofu á Kirkjubæjarklaustri. Verkefnið hefur verið í undirbúningi frá því að haldin var hönnunarsamkeppni árið 2008 um fjórar nýjar gestastofur fyrir Vatnajökulsþjóðgarð, eina á hverju rekstrarsvæði. Af þeim hefur ein þegar verið byggð, þ.e. Snæfellsstofa á Skriðuklaustri. Nú er miðað við að draga úr kostnaði við framkvæmdir frá því sem áður var áætlað með því að minnka umfang byggingarinnar á Kirkjubæjarklaustri og nýta samlegðaráhrif frá öðrum byggingum á svæðinu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við verkið verði boðnar út á árinu. Í tengslum við framkvæmdirnar er gert ráð fyrir að fjárveitingar til verkefnisins í heild verði endurmetnar fyrir gerð frumvarps til fjáraukalaga á næsta ári.