Ferill 549. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 937  —  549. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um kútter Sigurfara.

Frá Guðbjarti Hannessyni.


     1.      Telur ráðherra mikilvægt að varðveita kútter Sigurfara sem nú liggur undir skemmdum á Byggðasafninu í Görðum á Akranesi? Ef svo er, hyggst ráðherra beita sér fyrir framtíðarlausn á varðveislu kúttersins í samræmi við ósk bæjarráðs Akraneskaupstaðar um formlegt samstarf kaupstaðarins, þjóðminjavörslunnar, forsætisráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis á fundi bæjarráðsins 29. janúar sl.?
     2.      Kemur til greina að ráðstafa til endurgerðar og varðveislu kútters Sigurfara þeim 60 millj. kr. sem átti að veita til verkefnisins samkvæmt samkomulagi Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar og menntamálaráðuneytis þar um frá 2007?