Ferill 568. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 983  —  568. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um fjárfestingarumhverfi
lífeyrissjóðanna og fjárfestingar í íbúðarhúsnæði.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hefur ráðherra átt viðræður við lífeyrissjóðina um mögulega aðkomu þeirra að því að leysa úr skorti á íbúðarhúsnæði, t.d. með fjárfestingum í leiguhúsnæði á almennum markaði eða húsnæði fyrir aldraða, sbr. lög nr. 123/2011?
     2.      Hvað líður vinnu við endurskoðun lagaákvæða um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða?
     3.      Hvernig sér ráðherra fyrir sér fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða takist að afnema gjaldeyrishöft?