Ferill 569. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 984  —  569. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðar- og við­skipta­ráðherra um raforkumál á Norð­austurlandi.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hvert er mat ráðherra á stöðu raforkumála á Norð­austurlandi, þ.e. svæðinu sem háð er raforkuflutningi frá Laxárvirkjun um Kelduhverfi, Öxarfjörð til Kópaskers og Raufarhafnar, um Þistilfjörð og Langanes til Þórshafnar og Langanesströnd allt til Bakka­fjarðar?
     2.      Eru uppi áform um að bæta úr ónógri flutningsgetu og takmörkuðu afhendingaröryggi kerfisins á fyrrgreindu svæði sem stendur atvinnuuppbyggingu og framþróun fyrir þrifum?
     3.      Er ráðherra tilbúinn til að skipa starfshóp eða ráðgjafarhóp um raforkumál á þessu svæði, sambærilegan þeim sem sinnt hefur raforkumálefnum á Vestfjörðum síðan 2009?