Ferill 614. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1186  —  614. mál.




Svar


innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni um kostnað
við fjölmiðlaráðgjöf fyrir lögreglustjórann á höfuð­borgar­svæðinu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver var heildarkostn­aður embættis lögreglustjórans á höfuð­borgar­svæðinu við fjölmiðlaráðgjöf KOM almannatengsla á árunum 2014 og 2015, sundurliðað eftir útgefnum reikningum, vegna:
     a.      samantektar á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008–2011,
     b.      svokallaðs lekamáls?


    Í tilefni af fyrirspurninni óskaði ráðuneytið eftir umsögn embættis lögreglustjórans á höfuð­borgar­svæðinu.
    Umsögn embættis lögreglustjórans á höfuð­borgar­svæðinu, dags. 26. mars 2015, er svohljóðandi:
    Heildarkostn­aður embættis lögreglustjórans á höfuð­borgar­svæðinu vegna fjölmiðlaráðgjafar KOM almannatengsla á árunum 2014 og 2015, sundurliðað eftir útgefnum reikningum, er eftirfarandi:
              
Reikn. dags. Kostn­aður vegna
a-liðar í kr.
Kostn­aður vegna
b-liðar í kr.
Alls LRH
25.11.2014 150.000 243.750 393.750
29.12.2014 0 367.500 367.500
25.02.2015 0 67.500 67.500
150.000 678.750 828.750