Ferill 408. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1369  —  408. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994,
með síðari breytingum (auglýsingar).

(Eftir 2. umræðu, 1. júní.)


1. gr.


    1. og 2. málsl. 2. mgr. 14. gr. laganna orðast svo: Í lyfjaauglýsingu skal tilgreina nafn markaðsleyfishafa , heiti lyfs, virk efni og helstu ábendingar og frábendingar er varða notkun hlutaðeigandi lyfs. Upplýsingar um pakkningastærðir, verð, stærð skammta og helstu atriði önnur um notkun og aukaverkanir skal tilgreina í lyfjaauglýsingunni eða birta vísun á fylgiseðil með lyfinu og/eða samantekt á eiginleikum lyfsins á vef Lyfjastofnunar.

2. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 16. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. nóvember 2015.