Ferill 758. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1403  —  758. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Júlíusdóttur um utanlandsferðir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margar utanlandsferðir hefur ráðherra farið það sem af er kjörtímabilinu? Óskað er eftir upplýsingum um tilefni, lengd og kostnað hverrar ferðar ásamt fjölda í fylgdarliði.

    Ráðherra hefur á yfirstandandi kjörtímabili, frá maí 2013 til loka maí 2015, farið í eftirtaldar ferðir til útlanda í embættiserindum:
Tilefni Dagafjöldi Heildarkostn­aður Fylgdarfólk
Leiðtogafundur Barentsráðsins, fundurinn haldinn í Kirkenæs, Noregi. 3 1.038.127 2
Fundur með forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, í Stokkhólmi. 2 1.200.793 3
Fundur með forsætisráðherra Danmerkur í Kaupmanna­höfn. Fer til Þórshafnar til fundar með lögmanni Færeyja. 3 1.421.757 3
Ferð til Brussel vegna funda með Barroso, Van Rompuy og Anders Fogh-Rasmussen. 4 963.554 2
Opinber heimsókn til Manitoba. Einnig þátttaka í Íslendingadegi. 6 1.308.836 2
Ráðstefna í Arendal, Noregi, hélt erindi um stöðu Norðurlandanna í Evrópu. Tvíhliða fundir með leiðtogum norskra stjórnmálaflokka. 4 487.025 1
Leiðtogafundur Norðurlandanna með Barack Obama Bandaríkjaforseta. 3 654.915 2
Vinnuheimsókn til Bretlands – forsætisráðherra aðalræðumaður á við­skipta­ráðstefnu og fundur með utanríkisráðherra Bretlands. 3 1.065.910 3
Norðurlandaráðsþing og tengdir ráðherrafundir. Forsætisráðherra afhendir einnig forsætisráðherra Noregs þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna í tilefni af því að árið 2005 voru 100 ár liðin frá endurreisn norska konungsdæmisins. 3 970.505 3
Ferð til Edmonton, Kanada, í tilefni af fyrsta flugi Icelandair til borgarinnar og tvíhliða fundur með forsætisráðherra Alberta. 4 165.270 2
Alþjóðlegt þing frjálslyndra flokka og tvíhliða fundur með forsætisráðherra Hollands. 4 898.973 2
Ferð vegna 20 ára afmælis EES-samningsins og hátíðarkvöldverður EFTA- dómstólsins í Lúxemborg. 2 461.334 1
Leiðtogafundur NATO, haldinn í Newport. 4 791.966 2
Ráðherravika 69. allsherjarþings, leiðtogafundur um loftslagsmál. New York. 6 1.949.340 3
Forsætisráðherra sækir 66. þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi og situr ráðherrafundi. 4 779.246 2
Northern Future Forum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Bretlands, haldið í Helsinki. 3 995.509 3
Ráðstefna í St. Gallen og ráðherrafundir í Sviss og fundir með forsætisráðherra Liechtenstein og öðrum ráðamönnum. 4 1.574.452 3